Knapamerkjanámskeið veturinn 2017

Við munum kenna 1. 2. 3. og 4. stig þetta árið. Fyrsta og annað stig verða að þessu sinni kennd hvort á eftir öðru og þeir sem hafa hug á að nýta frísutundastyrki sveitarfélaga eru hvattir til að skrá sig á bæði bæði stigin. Eins og áður fer skráning fram á ibh.felog.is þeir sem ekki eru hafnfirðingar þurfa að velja merki IBH sem er á síðunni en aðrir detta strax inná það sem er í boði. Kennsla hefst mánudaginn 16. janúar á öll námskeiðin. Kennsla fer fram að venju tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum.

Verð fyrir börn yngri en 18 ára:

Kn. 1. 10 tímar kr. 18.500

Kn. 2. 11 tímar kr. 22.200

Kn. 1 og 2. 20 tímar kr. 36.600 (hægt að nýta frístundastyrk)

Kn. 3. 20 tímar kr. 36.600 (hægt að nýta frístundastyrk)

Kn. 4. 22 tímar kr. 40.400 (hægt að nýta frístundastyrk)

Ath. knapamerkjanámskeið eru niðurgreidd af æskulýðsnefnd og Sörla

Verð fyrir fullorðna:

Kn. 1. 10 tímar kr. 21.000

Kn. 2. 11 tímar kr. 24.750

Kn. 1 og 2. 20 tímar kr. 41.600

Kn. 3. 20 tímar kr. 41.600

Kn. 4. 22 tímar kr. 45.400

Kennari er Friðdóra Friðriksdótti

 

Námskeið og sýnikennslur vetrarins  á vegum fræðslunefndar Sörla

1. febrúar mun Hulda Gústafsdóttir halda sýnikennslu þar sem hún mun sýna hvernig hún byggir upp fjórgangshest fyrir keppni. Margir þekkja til Huldu en hún var m.a. Íslandsmeistari í fimmgangi á Birki frá Vatni og sigraði fjórganginn í meistaradeildinni á Aski frá Laugamýri.

Aðgangseyrir  kr. 1.500 fyrir 18 ára og eldri en frítt fyrir þá yngri.


28. febrúar Hnykkingarnámskeið með Dr Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor. Susi hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaaðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum. Susi segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjarliðum.

Í fyrirlestrinum kynnir hun hnykkingameðferð og svara nokkrum spurningum, til dæmis:

  • Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?
  • Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?
  • Hvað orsakar læsingar?
  • Hvaða einkenni sýnir hestur sem er með læsta liði?

Boðið verður upp á fyrirlestur og verklegan tíma. Sýnt verður hvernig knapi getur sjálfur greint að um skekkju eða læsta liði er að ræða og hvernig þetta kemur  fram í reið eða í lónseringu. Þátttakendur læra um eðilega og óeðilega hreyfigetu hestsins sem eru afleiðingar læsingana í liðnum likamannsins.

Aðgangseyrir kr. 2.000

Sex vikna Reiðnámskeið með Guðmundi Björgvinssyni  17. janúar – 21. febrúar. Námskeiðið er einstaklingsmiðað þar unnið er með þarfir og/eða vandamál hvers og eins.  Guðmund Björgvinsson þarf vart að kynna en hann varð heimsmeistari í fjórgangi á síðasta heimsmeistaramóti á hestinum Hrímni frá Ósi. Miðað er við að tveir knapar séu saman í tíma og hver tími er 40 mínútur. Kennt á þriðjudögum.

Verð: kr. 29.000 skráning á ibh.felog.is

 

Helgarnámskeið 4. – 5. febrúar með Benedikt Líndal tamningameistara.

1.dagur: Tveir verklegir tímar með 2 knöpum inná í einu - 50 mínútur hver og einn bóklegur tími.

2.dagur: Einn verklegur einkatími 40 mínútur ásamt einum bóklegum.

Fyrstu nemendur byrja kl. 8:30 á laugardagsmorgun og svo eru 10 mín. pásur á milli hópa. Matarpása í hádeginu og svo bóklegur tími strax þar á eftir (ca.40 mín.) og síðan áfram verklegt  þar til allir eru búnir.

á sunnudag er byrjað kl 9:00 og bóklegur tími eftir hádegið.

Hámarksfjöldi 8 knapar.

Benni lofar fjölbreyttu og skemmtilegu námskeiði.

Verð kr. 28.000 skráning á ibh.felog.is

Fjögurra vikana námskeið með Daníel Jónssyni  7. – 21. mars. Daníel býður áhugasömum hestamönnum upp á einkatíma í mars. Kennslan verður sniðin að þörfum hvers knapa og hests. Daníel er einn reyndasti knapi landsins, hann er Sörlafélagi og kynbótaknapi ársins 2016.  Kennslan fer fram á þriðjudögum.

Verð: 33.500 skráning á ibh.felog.is

Fjögurra vikna námskeið með Hönnu Rún Ingibergsdóttur „Grunnur að góðu tölti“  4 – 25 apríl. Á námskeiðinu verður farið í hvernig hægt er að bæta reiðhesta, gangtegundir þeirra og beislisvinnu. Hanna Rún er Sörlafélagi og var með samskonar námskeið á síðasta ári sem vakti mikla ánægju þeirra sem námskeiðið sóttu.  Í hverjum tím eru tveir knapar saman og tíminn er 40 mínútur. Kennt á þriðjudögum.

Verð kr. 19.500 skráning á ibh.felog.is