Mótanefnd sér um framkvæmd móta sem fara fram í Sörla að undanskildum firmakeppnum og hvetur félagsmenn til þátttöku á Íslandsmótum og Landsmótum.
 

Netfang nefndarinnar: motanefnd@sorli.is

Mótanefnd 2014-2015

Formaður Freyja Aðalsteinsdóttir    
Gjaldkeri Kristín Ingólfsdóttir    
Meðstjórnendur Svandís Magnúsdóttir    
  Einar Örn Þorkelsson    
  Guðný Rut Sigurjónsdótir    
  Þórður Þórmundsson    
  Sindri Sigurðsson    
  Sólveig Ólafsdóttir    
  Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir    
  Lilja Hrund Pálsdóttir    

 

Starfslýsing fyrir Móta- og vallanefnd samþ. 2009

  1. Móta- og vallanefnd skal vera skipuð sjö mönnum. Hún kýs sér gjaldkera og ritara.
  2. Nefndin skal gera kostnaðar- og tekjuáætlun strax í byrjun starfsárs og skal hún þá þegar borin undir stjórn. Jafnframt skal hún gera mótaskrá, sem þó þarf ekki að vera með dagsetningum. Hún skal vera með stjórn í ákvarðanatöku um uppbyggingu og viðhald valla og umgjörð þeirra.
    Uppbyggingar- og viðhaldskostnaður, samþykktur af stjórn, skal greiddur úr félagssjóði.
  3. Fjárhagslegt uppgjör skal fara fram strax að loknu hverju móti og skila til gjaldkera félagsins. Stuðla skal að tekjuafgangi. Með uppgjöri skal fylgja skráning keppenda.
  4. Nefndin skal sjá um framkvæmd móta að undanskildum firmakeppnum.
  5. Nefndin skal hvetja félagsmenn til þátttöku á Íslandsmóti fyrir hönd Sörla.
  6. Halda ber og varðveita skrár yfir úrslit móta.
  7. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.
Merking: