Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla 2020 var haldið dagana 13. - 17. maí.

Ákveðið var að hafa mótið opið, skráning var mjög góð og mótið sterkt og skemmtilegt.

Öll úrslit má finna í pdf skjölum hér neðst á síðunni.

Mótanefnd vill þakka öllum keppendum, sjálfboðaliðum, aðstandendum, þulum, riturum, fótaskoðunarmönnum, vallar-starfsfólki og þeim sem fylgdust með mótinu á Sörlavöllum nú eða í sjónvarpsútsendingu ALENDIS.TV fyrir gott mót. Það var sérstaklega gaman að sjá hversu margir voru í "bíla-brekkunni" og sátu einnig í brekkunni með 2metra á milli sín

Einnig viljum að þakka öllum þeim styrktaraðilum sem styrktu mótið, en það voru:

Sproti netverslun gaf hringtaumsgjörð fyrir 1.sæti í gæðingaskeiði 21árs og yngri og  ístöð í 1sæti í V2 Ungmennaflokki. https://sprotinn.is
KB - Kaupfélag Borgfirðinga gaf verðlaun í öllum fjórgangsgreinum.
Lífland : Gaf höfuðleður í  1.sæti Tölt T3 barna og unglingaflokka.
Frosti ÞH - Styrkti með peningagjöf.
DK Hugbúnaður - Styrkti með peningagjöf.
Tannhjól - Mánafoss - styrktu með peningagjöf.
Hekla bílaumboð skaffaði dómaraliðinu okkar splúnkunýja bíla.
AM Ingólfsson - styrkti  með peningagjöf.
DDan design styrkti barnaflokkinn með gjöf að þremur verðlaunaborðum fyrir Hafnarfjarðarmeistara.

Þetta mót heppnaðist stórvel og stefnan sett hátt fyrir næsta mót á næsta ári.

Sjáumst hress þá.
Mótanefnd Sörla.
 

 

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 19. maí 2020 - 9:29
Frá: 
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 19. maí 2020 - 9:29 to miðvikudaginn, 20. maí 2020 - 9:29
Myndir: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll