Hestamannafélgið Sörli óskar eftir hestum að láni í félagshesthús Í 6 mánuði - þau verða að vera alþæg og henta vel fyrir byrjendur.

 

Hestamannafélagið hefur tekið til leigu hesthús á félagsvæði Sörla, þetta verður félagshús til að aðstoða börn og unglinga við að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og með því aukum við nýliðun hjá í félaginu.

Mikið hefur verið talað um þörfina á slíku húsi og muna margir Sörlafélagar eftir gömlu Sörlastöðum sem voru félagshús félagsins til margra ára og margir byrjuðu sína hestamennsku í þeim. Tökum nú höndum saman kæru Sörlafélagar. Félagið mun hafa umsjónarmann með lánshestum og tryggir góða umhyrðu lánshesta og meðferð.

 

Áhugasamir sendið tölvupóst á sorli@sorli.is

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 9. janúar 2019 - 10:45
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 9. janúar 2019 - 10:45 to fimmtudaginn, 10. janúar 2019 - 10:45
Vettvangur: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll