NÁMSKEIР 2019 - vorönn

Öll námskeiðin eru auglýst á heima- og fb síðu félagsins og þar stendur hvar skráning fer fram.

Verkleg kennsla í Knapamerkjum 3, 4, og 5 hefst 7. janúar  2019

Verkleg kennsla í knapamerkjum 3, 4 og 5 verður kennd á mánudögum og miðvikudögum í vetur.

Knapamerki 4 verður kl 17-18

Knapamerki 3 verður kl 18-19

Knapamerki 5 verður kl 19-21


Kennari: Friðdóra Friðriksdóttir.

 

Reiðnámskeið með Atla Guðmundssyni

Reynsluboltinn og Sörlafélaginn Atli Guðmundsson mun halda 6.vikna námskeið sem hefst 6. janúar.

Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests, þars em um er að ræða 30 mín. einkatíma.

 

Helgarnámskeið með Heiðrúnu Halldórsdóttur

Verður helgina 11-13. janúar, þetta er námskeið sem er kjörið fyrir þá sem:

Langar að bæta ásetuna? Öðlast betri skilning á samspili ábendinga? Og verða betri knapi fyrir hestinn þinn?

Námskeiðið hefst á föstudagskvöldi með fyrirlestri. Fyrir hádegi á laugardegi og sunnudegi eru gerðar pilatesæfingar og farið yfir ásetu. Eftir hádegi eru síðan ásetutímar á baki. 

Pilates for Dressage er þjálfunarkerfi fyrir knapa. Hannað til þess að hjálpa knapanum að öðlast betri skilning á ásetu og stjórnun. Hvernig á að nota líkamann á baki til þess að, gefa skýrar ábendingar, bæta ásetu, sem og að auka öryggi ásetu. Það stuðlar að betri líkamsbeitingu sem getur minnkað verki eða þeir horfið með öllu. Kerfið er mjög nákvæmt og einstaklingsmiðað.

 

Reiðnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni

4 vikna námskeið sem hefst 19.febrúar - nánar auglýst síðar.

 

Hér eiga svo eftir að koma inn upplýsingar um fleiri námskeið sem verða kennd á vorönn.