Hefur þú áhuga á að gerast félagi í Sörla?

Til að ganga í félagið sendu tölvupóst á netfangið sorli@sorli.is  þar sem fram þarf að koma nafn og kennitala þess sem ætlar að ganga í félagið auk heimilisfangs, síma og netfangs.

Félagsaðild veitir þér aðgang að öflugu félagsstarfi fyrir hestamenn á öllum aldri. Námskeið, ferðir, skemmtanir, keppnir ofl. auk þeirra glæsilegu aðstöðu sem er á svæðinu og er ætluð félagsmönnum.

Félagsgjöld fyrir árið 2016

Eldri borgarar (70 ára og eldri) 0 kr.

Einstaklingsgjald 10.000 kr.
18 – 69 ára.

Barna og unglingagjald 0 kr.
0– 17 ára.

Hvað fæst fyrir félagsgjaldið?

Oft velta menn því fyrir sér hvort það sé þess virði að greiða félagsgjöld til hestamannafélags. Menn spyrja hvort þeir séu að fá andvirði peninga sinna. Það er nú þannig að í félagstarfi þá eru ekki alltaf bein tengsl á milli þess sem menn borga og þess sem menn fá. Félagsandinnn felst einmitt í því að vera með og telja ekki stíft krónurnar. En þó svo að menn telji krónurnar þá eru félagar í Sörla að fá mikið fyrir félagsgjöld sín. Gjaldið er óverulegur peningur miðað við þann kostnað sem er af því að eiga og reka hests, hvað þá ef hestarnir eru margir. Félagsstarfið er hinsvegar forsendan fyrir þeirri mikilu aðstöðu og þjónustu sem er á svæði Sörla og eykur ánægju manna af hestum sínum.

Sú aðstaða er byggð hefur verið upp af frumkvæði og oft mikilli sjálfboðavinnu félagsmanna á svæði Sörla og er fyrst og fremst ætluð fyrir félagsmenn Sörla. Sörli heldur hinsvegar ekki út eftirlitsmönnum sem fylgjast með því hverjir nota eignir félagsins og það því lítið mál að vera með hesta á svæðinu og nota alla aðstöðu án þess að vera meðlimur og greiða félagsgjöld. Þeir sem það gera eru samt sem áður misnota það sem aðrir hafa byggt upp án þess að taka þátt í kostnaðinum.

Eftirfarandi er upptalning á því sem byggt hefur verið upp á félagssvæði Sörla og er til afnota fyrir alla félagsmenn án endurgjalds.


Til að ganga í félagið sendu tölvupóst á netfangið sorli@sorli.is  þar sem fram þarf að koma nafn og kennitala þess sem ætlar að ganga í félagið auk heimilisfangs, síma og netfangs.

mánudaginn, 21. apríl 2014 - 23:31