2022-08 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Rekstrarsamningur við Hafnarfjarðarbæ

Beiðni Sörla um annað starfsgildi.

Formaður kynnir drög að bréfi til Hafnarfjarðarbæjar fyrir stjórn. Þar kemur fram að uppfæra þarf rekstrarsamning vegna tilkomu félagshúss og að óskað hefi verið eftir því að fá samþykki fyrir öðru starfsgildi. Erindið verður sent og fer í vinnslu hjá Hafnafjarðarbæ.

2. Yfirferð að vetrarmótastarfi loknu

Stjórn er sammála um að mót vetrarins hafi gengið ágætlega og að mótanefnd hafi staðið sig með sóma. Upphaflega gekk brösuglega að fá sjálfboðaliða sem gekk þó betur þegar líða fór á. Það er mat stjórnar að það þurfi að fjölga nefndarmönnum í mótanefnd og dreifa álagi. Rætt um hugmyndir að því að hafa mismunandi nefndir til að skipuleggja og stýra einstökum mótum.

Rætt um að vel hafi gengið með folaldasýningu í vor og uppskeru hátíð síðastliðið haust. Lagt upp með að hefja næsta vetur með sambærilegum hætti.

Formaður fer yfir bréf mótstjóra gæðingamóts og úrtöku Sörla sem barst stjórn. Í bréfinu setur mótstjóri fram athugasemdir og ábendingar varðandi undirbúning og skipulag mótsins. Stjórnin tekur ábendingarnar og athugasemdirnar mótstjóra til skoðunar.

3. Reiðhallarmál

Formaður fer stuttlega yfir stöðuna og að nú þurfi að hefja samtal við nýja bæjarstjórn.

4. Frá framkvæmdastjóra

a. Reiðskólar

Framkvæmdarstjóri segir frá því að mikil ásókn sé í reiðskólana hjá Sörla í sumar og að það stefni í gott sumarstarf,

b. Gámar – skítalosun í viðrunarhólfi

Rætt um og ítrekað að það sé sama gjald kr 15.000,- fyrir losun á gámi, óháð stærð gáma.

c. Viðrunarhólf – vatn

Framkvæmdarstjóri segir frá því að það sé vandamál að koma vatni upp í hólfin. Samtal við vatnsveituna um lausnir á þessu sem niðurstaða fæst vonandi í á næstunni. Vatn forsenda fyrir nýtingu á beitarhólfunum nýju.

d. Skógarlundur – nafnasamkeppni

Framkvæmdarstjóri kynnir innsendar tillögur í nafnasamkeppni fyrir nýjan skógarreit Sörla. Það var næstum einróma álit mættra stjórnarmanna að velja nafnið Sörlalundur. Sörlalundur var tillaga Guðrúnar Bjargar Gunnarsdóttur og fær hún Sörlajakka að eigin vali og Sörlaábreiðu. Stefnt að því að Sörlalundur verði formlega vígður og gróðursett tré í ágúst/september 2022.

e. Landsmót – Landsmótsfarar

Ákveðið að bjóða landsmótsförum að fá merkta jakka með merki Sörla. Framkvæmdarstjóra falið að fá tilboð í jakka. Börn, unglingar og ungmenni fá slíka jakka sér að kostnaðarlausu. Stefnt að jakkamátun sem fyrst. Þá mun Sörla greiða skráningargjöld fyrir landsmótsfara sem keppa fyrir Sörla.

Einnig rætt um nánara skipulag fyrir landsmótsfara sem keppa fyrir Sörla.

f. Lýsing í reiðhöll

Framkvæmdarstjóri segir frá því að það hafi verið gerð tímabundin lausn en varanleg viðgerð verður framkvæmd seinni partinn í ágúst, áður en vetrarstarf hefst að nýju.

g. Sjálfboðaliðavelta Sörla

Ákveðið verður að draga úr pottinum 22. júní nk. að lokinni kynbótasýningu.

5. Önnur mál

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:30.