Það var ótrúlega gaman og spennandi að fylgjast með b-úrslitum í barna- og unglingaflokki í dag. Í unglingaflokki kepptu þau Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi. Þau stóðu sig frábærlega og hlutu 8,605 í einkunn og 10. sætið.

Í úrslitunum í barnaflokki keppti Kolbrún Sif Sindradóttir og Sindri frá Keldudal. Þau voru einnig alveg frábær í sinni keppni og enduð með einkunnina 8,71 og 10. sætið. Þess má geta að Kolbrún Sif fékk einkunnina 8,70 fyrir stökk og 9,02 fyrir stjórnun og ásetu á stökkinu, alveg magnað. 

Okkur Sörlafélögunum fannst nú að okkar konur hefðu átt skilið að lenda í 9 sætinu og komast í a-úrlsit, en svona er keppnin, ekki allir sammála. Til hamingju Katla Sif og Kolbrún Sif með ykkar árangur, það voru stoltir Sörlafélagar sem fylgdust með ykkur í morgun.

Nú verður gert hlé á fréttum af Sörlafólki af Landsmóti. Fólk er hvatt til að mæta á þetta stórglæsilega Landsmót og njóta þeirra gæðinga sem þar keppa. Endilega mæta og hvetja okkar fólk í a-úrslitum í B flokki, þá Snorra Dal og Sæþór og Daníel Jóns og Herkúles. Þeir verða í braut á sunnudag kl. 11:00.

Myndina tók Friðdóra Friðriksdóttir.

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 6. júlí 2018 - 18:00
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll