Á nýafstaðinni folaldasýningu gafst áhorfendum möguleiki að vinna folatoll undir Eldjárn frá Tjaldhólum. Atli Már formaður dró út vinningshafann og var það Sunna María Káradóttir sem hlaut tollinn en hún kom sem áhorfandi á folaldasýninguna með móður sinni og systrum. Hún var alsæl með vinninginn og kom við í hesthúsinu hans Eldjárns og fékk mynd af sér með höfðingjanum.

Þetta var í fyrsta skipti sem við í kynbótanefndinni veittum áhorfendum möguleika á að vinna toll og stefnum við að því að halda þessari skemmtilegu hefð áfram.

 

Kynbótanefndin

 

Mynd: Sunna María með verðlaunaskjalið og Eldjárn frá Tjaldhólum. 

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 1. mars 2019 - 11:39
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll