Áhugamannamót Íslands var haldið á Gaddastaðaflötum um síðustu helgi og til leiks mættu fullt af frábæru áhugafólki úr Sörla.

Fulltrúar okkar stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel og voru til algjörrar fyrirmyndar á vel þjálfuðum hestum sínum. Það er okkur mikill heiður að eiga svo flotta knapa að keppa fyrir hönd Hestamannafélagsins Sörla.

Helstu úrslit urðu þessi:
 

P2 - Flugskeið 100 m
2. sæti Sævar Leifsson á Glæsi frá Fornusöndum
 

PP1 – Gæðingaskeið
3. sæti Hafdís Arna Sigurðardóttir og Sólon frá Lækjarbakka
6. sæti Sævar Leifsson og Glæsir frá Fornusöndum
9. sæti Stella Björg Kristinsdóttir og List frá Hólmum
11. sæti Stefnir Guðmundsson og Villi frá Garðabæ

T3 – Tölt
8-9. sæti Glódís Helgadóttir og Ötull frá Narfastöðum 
16. sæti Sævar Leifsson og Pálína frá Gimli

T4 – Tölt
5. sæti Bryndís Arnarsdóttir og Fákur frá Grænhólum

T7 – Tölt
11. sæti Freyja Aðalsteinsdóttir og Tinna frá Lindarbæ

V2 – Fjórgangur
8. sæti Glódís Helgadóttir og Ötull frá Narfastöðum
12. -14. sæti Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hamrahóli

V5 – Fjórgangur
6. sæti Steinunn Hildur Hauksdóttir og Mýra frá Skyggni

F2 – Fimmgangur
6. sæti Kristín Ingólfsdóttir og Tónn frá Breiðholti í Flóa
10. sæti Hafdís Arna Sigurðardóttir og Sólon frá Lækjarbakka
11. sæti Stella Björg Kristinsdóttir og List frá Hólmum
15. sæti Stella BJörg Kristinsdóttir og Dagmar frá Kópavogi
16. sæti Stefnir Guðmundsson og Villi frá Garðabæ

Fleiri frábærir keppendur kepptu fyrir hönd Sörla og kunnum við öllum knöpum bestu þakkir fyrir.
Við erum stolt af okkar fólki.

Áfram Sörli!!!!!

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 1. ágúst 2019 - 13:29
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll