Hestafjörnámskeiðinu lauk í gær með foreldrasýningu. Þetta er annað árið sem Sörli hefur haldið Hestafjör fyrir krakka á haustönn. Mikil ánægja var hjá börnunum með námskeiðið og góð stemming var í gær hjá börnunum og þeirra fjölskyldum. Krakkarnir fara síðan n.k. föstudag í heimsókn til Sigurbjörns Bárðarsonar að skoða verðlaunasafnið hans. 

Það er nokkuð ljóst að þetta námskeið er að festa sig í sessi hér í Sörla og er áætlað að halda áfram með Hestafjörið eftir áramót. Sörli vill þakka Íshestum sérstaklega fyrir að lána þeim börnum hesta sem ekki höfðu aðgang að hesti. Þetta er mikilvægt framlag og gerir fleiri börnum kleift að kynnast og stunda hestamennsku.

Kennarar á þessu námskeiði voru þau, Friðdóra Friðriksdóttir, Matthías Kjartansson og Guðrún Dögg Sveinbjarnardóttir og fá þau bestu þakkir fyrir sín störf. 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 29. nóvember 2017 - 11:30
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll