Var haldið á Hellu nú um helgina og áttum við Sörlafèlagar þar glæsilega fulltrúa.

Snillingarnir Bjarndís Rut Ragnarsdóttir og Tenór frá Hemlu II höfnuðu í 1. sæti í Gæðingaflokki 1 í Barnaflokki og Kolbrún Sif Sindradóttir og Sindri frá Keldudal urðu í 2. sæti.

Í forkeppninni höfðu Kolbrún Sif og Sindri orðið í 1. sæti og Bjarndís Rut og Tenór verið í 2. sæti en auk þess sem Bjarndís var í forkeppninni í 5. - 6. sæti á Frakki frá Tjörn og bróðir hennar, Àgúst Einar, í 12. sæti á Blæju frá Hafnarfirði.

Ágúst Einar keppti einnig á merinni Herdísi frá Hafnarfirði í Gæðingaflokki 2 í Barnaflokki og í milliriðli hafnaði hann í 8. sæti.

Ingibergur Árnason landaði 4. sæti í 100 metra Flugskeiði á merinni Sólveigu frá Kirkjubæ á tímanum 7,52.

Katalína frá Hafnarfirði keppti fyrir Sörla og varð í 2. sæti í A flokki gæðinga með knapanum Sólon Mortens.

Árangur okkar fólks er algjörlega til fyrirmyndar. Kærar þakkir til ykkar. Þið eruð glæsilegir fulltrúar Hestamannafélagsins Sörla.

Áfram Sörli !

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 20. júlí 2020 - 9:06
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll