Opna Gæðingaveisla Sörla og Furuflísar hófst í gær, þriðjudag, með keppni í Barnaflokki.

Krakkarnir voru eins og venjulega afskaplega prúð og sýndu fallega reiðmennsku.

 

Úrslit í forkeppni eru eftirfarandi:

1. Fanndís Helgadóttir og Ötull frá Narfastöðum,  Sörla

2. Sara Dís Snorradóttir og Þorsti frá Ytri-Bægisá I, Sörla

3. Ásta Hómfríður Ríkharðsdóttir og Auðdís frá Traðarlandi, Spretti

4. Hulda Ingadóttir og Tristan frá Árbæjarhjáleigu, Spretti

5. Steinþór Nói Árnason og Drífandi frá Álfhólum, Fáki

6. Tristan Logi Lanander og Bjarmi frá Efri- Skálateigi 1, Sörla

7. Kolbrún Sif Sindradóttir og Sindri frá Keldudal, Sörla

 

Á eftir Barnaflokki hófst síðan blönduð forkeppni í B - flokk og standa þar efstir:

 

Í Gæðingaflokki 1 – B – flokki

 

1. Hektor frá Þórshöfn og Glódís Helgadóttir, Sörla

2. Farsæll frá Hafnarfirði og Hjörvar Ágústsson, Geysa

3. Sproti frá Ytri-Skógum og Nína María Haukdsdóttir, Spretti

4. Tenór frá Litlu-Sandvík og Hlynur Pálsson, Fáki

5. Lóðar frá Tóftum og Hinrik Þór Sigurðsson, Sörla

6. Tannálfur frá Traðarlandi og Ríkharður Flemming Jensen, Spretti

7. Bryndís frá Aðalbóli 1 og Adolf Snæbjörnsson, Sörla

8. Þokkadís frá Rútsstaða og Kristín Hermannsdóttir, Spretti

9. Tíbrá frá Silfurmýir og Hinrik Sigurðsson, Sörla

 

Í Gæðingaflokki 2 – B – flokki

 

1. Þytur frá Stykkishólmi og Arnhildur Halldórsdóttir, Spretti

2. Kraftur frá Votmúla 2 og Sverrir Einarsson, Spretti

3. NN frá Garðabæ og Stefnir Guðmundsson, Sörla

4. Fornöld frá Garði og Jón Steinar Konráðsson, Spretti

5. Tinna frá Laugabóli og Arnhildur Halldórsdóttir, Spretti

6. Kjarkur frá Steinnesi og Viggó Sigursteinsson, Spretti

7. Hnota frá Valstrýtu og Einar Þór Einarsson, Sörla

8. Drymbill frá Brautarholti og Stella Björg Kristinsdóttir, Sörla

 

Í dag heldur síðan veislan áfram og hefst forkeppni í Tölti T3 – 1. flokk kl. 17:00

 

Dagskrá dagsins í dag er eftirfarandi:


17:00 Forkeppni Tölt T3 1 flokkur 
Forkeppni Tölt T3 opinnflokkur
18:00 Blönduð forkeppni A-flokkur 1-10
19:00-19:30 Matur
19:30 Blönduð forkeppni A-flokkur 11-23

 

Við hvetjum alla til að kíkja til hennar Stebbu í hátíðarsal Sörla og fá sér næringu. Hún býður upp á veitingar af sinni alkunnu snilld.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 28. ágúst 2019 - 12:03
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll