Sigríður Kristín Hafþórsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Sörla.  

Sigríður Kristín er menntaður prentsmiður.  Hún hefur starfað við ýmis störf s.s. prentsmíði, sölumaður, framleiðslustjóri og nú síðast sem viðskiptastjóri hjá Ísafoldarprentsmiðju. 
Sigríður Kristín eða Didda eins og hún er oftast kölluð meðal Sörlafélaga er mörgum kunn innan Sörla enda unnið ötullega að málefnum félagsins á ýmsum sviðum. Hún  hefur starfað í mörg ár í nefndum hjá Sörla, í æskulýðsnefnd, íþróttanefnd, ferðanefnd og nú síðast í Krýsuvíkurnefnd Sörla.  Auk nefndarstarfa hjá Sörla hefur Sigríður unnið að miklu uppbyggingastarfi í klifurdeildinni hjá fimleikafélaginu Björk og m.a. verið formaður klifurdeildar í 8 ár. 

Sigríður Kristín  mun hefja störf í síðasta lagi 2. janúar 2019. Stjórn félagsins hefur miklar væntingar til nýs framkvæmdastjóra og hlakkar til samstarfsins við Sigríði Kristínu.

Stjórn Sörla

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 2. október 2018 - 9:18
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll