Eins og flestir hestamenn vita þá stendur nú yfir Íslandsmót í hestaíþróttum 2019 á félagssvæði Fáks. Mikið er um dýrðir og hvetjum við hestamenn til að kíkja á völlinn og horfa á þá miklu snillinga sem þar eru að keppa.

Við í Hestamannafélaginu Sörla erum stolt af okkar keppendum og höfum fylgst með gengi þeirra í forkeppnum síðustu daga.
 

Á síðustu dögum er það helst að frétta að:

  • Hanna Rún Ingibergsdóttir náði 5. sæti í Tölti T2 á hestinum Merði frá Kirkjubæ með einkunnina 7,63 en einnig er hún í 10. sæti í 150 m P3 Skeiði á tímanum 14,92.
  • Sara Dís Snorradóttir er í 6. sæti í Tölti T4 í barnaflokki á Tappa frá Ytri-Bægisá með einkunnina 5,53 en einnig er hún í 2. sæti í Fimi barna með einkunnina 6,57.
  • Katla Sif Snorradóttir er í 2.-4. sæti í Fjórgangi V1 í unglingaflokki á hestinum Gusti frá Stykkishólmi með einkunnina 6,77 og hún er einnig í 2. sæti í fimi unglinga með einkunnina 8,03.

Fleiri keppendur eru á mótinu fyrir Sörla hönd sem gaman er að fylgjast með. Auk fyrrnefndra aðila og fullorðinna keppenda eru þær systurnar Þórdís Birna og Kolbrún Sif Sindradætur að keppa  undir okkar merkjum í barnaflokki, Annabella R. Sigurðardóttir og Sunna Lind Ingibergsdóttir í ungmennaflokki og opnum flokki í skeiði. Þær hafa allar staðið sig afskaplega vel, hafa náð góðum einkunnum og sýnt prúðmennsku í reiðmennsku og Sörla til mikils sóma.
Í dag, föstudag, heldur mótið áfram og hlökkum við til að sjá hvernig okkar fólki gengur.

Áfram Sörli !!

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 5. júlí 2019 - 10:13