Nú höfum við gengið frá styrktarmótinu sem haldið var á Sörlastöðum þann 2. maí fyrir Róbert Veigar og fjölskyldu. Rétt tæpar 500.000 kr söfnuðust og erum við afar þakklátar öllum keppendum og sjálfboðaliðum. Sérstakar þakkir fær Hestamannafélagið Sörli sem kom myndarlega að þessu.

Við sendum baráttukveðjur til Robba og fjölskyldu.

Bestu kveðjur,

Hafdís Arna, Magga Freyja, Didda og Dísa

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 15. maí 2018 - 13:50