Athugsemdir og ábendingar

Hámarkshraði og lokanir 

Kæru félagsmenn,

Í framhaldi af ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins hefur stjórn Sörla sent Hafnarfjarðarbæ erindi varðandi nokkur atriði sem hafa verið til umræðu síðustu tvö ár.

Á aðalfundi félagsins, 23. september, var mikið rætt um hraðakstur og gegnumakstur í hverfum félagsins. Fundurinn ályktaði að óska eftir því að hámarkshraði yrði lækkaður í 15 km/klst. Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur nú samþykkt að lækka hámarkshraðann í 15 km/klst., innan hverfa félagsins. Sú samþykkt er nú komin í formlegt ferli og verði hún samþykkt af lögreglu o.fl., má gera ráð fyrir að hún taki gildi eftir um það bil tvo mánuði.

Á aðalfundi var einnig rætt um lokanir á götum til að koma í veg fyrir gegnumakstur í efra hverfinu. Samtal við bæinn hefur staðið yfir frá árinu 2023 þegar afhentar voru undirskriftir allra húseigenda við Sörlaskeið 9–26 með beiðni um slíkar lokanir. Stjórn hefur mun að beiðni húseigenda óska lokunum á tveimur stöðum, merktum með bleikum X á meðfylgjandi mynd.

Hér með óskar stjórn eftir athugasemdum eða ábendingum við þessa beiðni félagsins áður en hún verður sett í formlegt ferli. Vinsamlegast sendið þær á sorli@sorli.is í síðasta lagi 23. nóvember.

Einnig var rætt um kerrusvæði og þá stöðu sem upp er komin þar sem gamla kerrusvæðið hefur farið undir nýju reiðhöllina. Erindi vegna þess hefur verið sent skipulags- og byggingaráði, og vonumst við til þess að fá tillögur skipulagsins um ný kerrusvæði á nýju ári.

F.h. stjórnar
Atli Már Ingólfsson