Reiðleiðin meðfram Kaldárselsveginum lokar í dag, mánudaginn 1. des

Sverun lagnar 

Reiðleiðinni með fram Kaldárselsveginum (Laugaveginum) verður lokað í dag vegna áframhaldandi vinnu við sverun hitaveitulagnar í efra hverfið. Því verða Hlíðarþúfubúar að fara leið merkta með bleiku á æfingar og námskeið og til að geta stundað almennar útreiðar, næstu vikurnar.

Við erum eflaust öll sammála því að þetta er afleitur tími til að fara í þessa framkvæmd núna í svartasta skammdeginu og þegar allra veðra er von. Við verðum að vona að desembermánuður verði góður veðurfarslega svo framkvæmdir gangi sem allra best. Stefnt er á að framkvæmdum ljúki í desember.