Efni:                           Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.:               12 - 2020
Staður og stund:       Rafrænn fundur á Zoom, miðvikudagur 2. desember 2020.

Stjórnarmenn:          Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir,  Kristján Jónsson, María Júlía Rúnarsdóttir, Sveinn Heiðar Jóhannesson

Áheyrnarfulltrúi:     Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri
Fjarverandi:             Ásta Kara Sveinsdóttir og Stefnir Guðmundsson
Ritari fundar:           María Júlía Rúnarsdóttir

  1. LH þing  - smá yfirferð

Farið yfir nýyfirstaðið LH þing sem hluti stjórnarmanna sótti auk annarra fulltrúa Sörla. Þingið fór fram rafrænt en þingfulltrúar Sörlu sátu þingið á Sörlastöðum. Almennt talið að ágætlega hafi tekist til þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður.

 

  1. Ný viðmið frá vinnuhóp v.árangursverðlauna félagsins

Stjórn fjallaði um ný viðmið og fyrirhuguð árangursverðlaun sem ætlunin er að veita fyrir góðan árangur félagsmanna á mótum á liðnu keppnisári. Ætlunin er að með nýjum viðmiðum verði valið gagnsærra og skilvirkara. Stjórn leggur áherslu á að veitt verði sem flest verðlaun fyrir árangur í yngri flokkum.

 

  1. Kæra vegna tengingu göngustígar –  umræður + ákveða þarf undirbúningsfund fyrir fund með umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðar.

Rætt um kæru Sörla til kærunefndar umhverfis- og skipulagsmála vegna göngustígs í gegnum skóginn á öðrum hraunhringnum. Ákveðið að afturkalla kæru í ljósi þess að Hafnarfjarðarbær lýsti því í greinargerð fyrir kærunefndinni að framkvæmdir yrðu stöðvaðar og þá hefur umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar boðað Sörlafélaga til fundar og samráðs. Að mati stjórnar er ekki ástæða til að halda kærumáli til streitu í ljósi þess að til samtals hefur verið boðað og framkvæmdir stöðvaðar.

 

  1. Vetrarskemmtun/Uppskeruhátíð – 15. og 16.jan

Ákveðið að blása til rafrænnar uppskeruhátíðar í janúar og ræddur útfærslur á því, skemmtiatriði og fleira.

 

  1. Frá framkvæmdastjóra
  • Ýmiss söluvarningur

Framkvæmdarstjóri kynnt ýmsan söluvarning svo sem ábreiður, hnakkábreiður og úlpur sem verða til sölu hjá félaginu.

  • Dagskrá vetrarins og staða nefnda, miklar breytingar á mótanefnd og skemmtinefnd

Rædd skipan nefnda og þær breytingar sem liggja fyrir.

 

  1. Önnur mál

Ekki voru rædd önnur mál.

 

 

Fundi slitið kl. 22:30

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 7. janúar 2021 - 14:29
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 7. janúar 2021 - 14:29