• Efni:                              Stjórnarfundur Sörla
 • Fundur nr.:                   2 - 2019
 • Staður og stund:           Sörlastaðir, miðvikudagur 6. nóvember 2019
 • Mættir stjórnarmenn:    Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir,  Kristján Jónsson, María Júlía Rúnarsdóttir og Sveinn Heiðar Jóhannesson.

Áheyrnarfulltrúi:           Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi:                  
Ritari fundar:                 Ásta Kara Sveinsdóttir

 

Fyrirliggjandi dagskrá:

1. Reglur fyrir heiðurs- og afreksviðurkeningar  – Samþykkt leiðara og nýrra verðlauna.

2. Umræður um stöðu reiðhallar.

3. Árshátíð barna og unglinga og fullorðina – staðan á undirbúningi.

4. Nefndastörf og skipulag vetrarins.

5. Verðskrá reiðhöll – uppfærð tillaga, að beiðni stjórnar.

6. Heiðursfélagar á árshátíð.

7. Skemmtiatriði frá stjórn á árshátíð.

8. Starfslýsing stjórnar – farið yfir hana.

9. Önnur mál.

 

 

Reglur fyrir heiðurs- og afreksviðurkennigar – samþykkt leiðara og nýrra verðlauna.

Það finnast ekki eldri viðmið fyrir heiðursviðurkenningar og gullmerki - Framkvæmdastjóri og Ásta Kara fara í það að skoða allar gamlar fundargerðir á netinu, ef ekkert finnst talar framkvæmdastjóri við Lávarðadeildina.

Farið var yfir tillögu nýrra verðlauna og viðurkenninga fyrir góðan árangur í keppni hjá Sörlafólki. Sveini Heiðari var falið að fara yfir reglurnar og koma með tillögu að nýjum verklagsreglum við afhendingu verðlauna í samráði við aðra stjórnarmenn og fleiri. Skýra þurfi verklagsreglurnar til að koma í veg fyrir nokkurn vafa við stigagjöf.

Farið var yfir verðlaun fyrir kynbótahross. Kom sú tillaga að verðlaunað verði fyrir fyrstu sæti fyrir 4., 5., 6. og 7. vetra kynbótahrossa sem sýnd hafa verið í fullnaðardóm og ræktuð eru af Sörlafélaga. Einnig yrði, eins og áður hefur verið, gefið fyrir hæst dæmda hross í kynbótadómi á árinu 2019 í eigu Sörlafélaga. Þessari tillögu var framkvæmdastjóra félagsins falið að ræða um við kynbótanefnd.

Umræður um stöðu reiðhallar
Rætt var um stöðu reiðhallar. Nánast er búið að loka fjárhagsáætlun.

Árshátíð barna og unglinga og fullorðina – staðan á undirbúningi.
Undirbúningur gengur vel. Stefnir í flotta viðburði sem gaman verður að mæta á. Stjórn og framkvæmdastóri deila með sér verkefnum varðandi árshátíð yngra fólksins en framkvæmdastjóri ásamt skemmtinefnd ber höfuð ábyrgð á árshátíð fullorðinna.

Nefndarstörf og skipulag vetrarins.
Gott gengi. Gjaldkeri útbýr form af fjárhagsáætlun sem framkvæmdastjóri kemur til allra nefnda.
Fundir með nefndum gengu vel, allir komnir vel af stað og stefnir allt í flottan vetur og vor hjá Hestamannafélaginu Sörla.

Verðskrá reiðhöll – uppfærð tillaga, að beiðni stjórnar.
Aðgangslyklar fyrir reiðhöll. Rædd var tillaga um hækkun á lyklaleigu og árgjaldi fyrir aðgang að reiðhöll en stjórn 2018 – 2019 hafði þegar rætt þessar breytingar en ekki komið þeim í framkvæmd.

Tillaga um hækkun hljómar svo:

Tillaga haust 2019

Lykill A - 6:00-24:00 - Heilt ár.   Kr.   30.000,-

Lykill A - 6:00-24:00 - 1/2 ár.   Kr.   20.000,-

Lykill B - 14:00-24:00 - Heilt ár.   Kr.   15.000,-

Lykill B - 14:00-24:00 - 1/2 ár.   Kr.   10.000,-

Lykill C - 6:00-24:00 - Einn mánuður.   Kr.   5000,-

Lykillinn sjálfur kostar 2000 kr.

(3.12 2019 Þau leiðu mistök urðu þegar fundargerðin var rituð að það var kóperað rangt fylgiskjal og sett inn, hér með leiðréttist það, efsta línan sem er yfirstrikuð er röng og næstu þrjár á eftir henni bættust við og eru réttar)

 • 18 ára og yngri + ellilífeyrisþegar, greiða eingöngu fyrir lykil.
 • B lyklar virka frá 6:00 - 24:00 um helgar og á rauðum dögum.
 • 17 ára og yngri + ellilífeyrisþegar, greiða eingöngu fyrir lykil.
 • 18-21 ára - ungmenni og öryrkjar fá lykil B - heilt ár innfalið í félagsgjöldunum sínum.
 • Hver rekstareining greiðir bara fyrir 2 lykla. Þetta ákvæði á einungis við um Lykil A og B - heilt ár.
 • Ein rekstrareining er fjölskylda eða tamningastöð. Hver eining getur að hámarki fengið 4 lykla.
 • Óheimilt er að nota lykil sem skráður er á annan einstakling.
 • Allir lyklar skulu skráðir á nafn hjá framkvæmdastjóra.
 • Aukalyklar eru skráðir á nafn einstaklings þrátt fyrir að tilheyra rekstrareiningu og er það á ábyrgð kaupanda að skipta um nafn komi til nafnabreytingar.

Var hækkuninn samþykkt einróma innan stjórnar og tekur gildi 1.jan 2020.

Heiðursfélagar á árshátíð.
Ákveðið var að heiðursfélagar fái sent bréf frá stjórn Sörla, þar sem þeim er boðið á Árshátíð Sörla.

Skemmtiatriði frá stjórn.
Ýmislegt ákveðið sem verður ekki sett í fundargerð ;-)

Stafslýsing stjórnar – farið yfir hana.
Stjórn ákvað að fara þurfi yfir hana með tillit til nýrra lagabreytinga.    

Önnur mál
Farið var yfir kvartanir yfir hraðaakstri á Sörla svæðinu. Ljóst er að fara þarf í einhverjar breytingar til þess að hægja á umferð um hverfin.
Óskað verður eftir tillögum á vef Sörla um lokanir og hámarkshraða í Sörlaskeiði. Í kjölfarið mun stjórn senda tillögurnar til Hafnarfjarðabæjar til athugunar.

    
 

Fundi slitið kl. 22.15
Samþykkt, 
dags: 6. nóvember 2019 
Fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson
Ásta Kara Sveinsdóttir
 

Viðburðardagsetning: 

Miðvikudaginn, 6. nóvember 2019 20: 00 -  22:15

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 25. nóvember 2019 - 15:14
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 25. nóvember 2019 - 15:14 to þriðjudaginn, 26. nóvember 2019 - 15:14
Frá: