• Stjórnafundur Sörla - Fundargerð Stjórnarfundur Sörla
 • Fundur nr.: 3 að Sörlastöðum miðvikudaginn 2. janúar 2019
 • Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Eggert Hjartarson,  Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir
 • Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla
 • Fjarverandi: Stefnir Guðmundsson
 • Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

Fyrirliggjandi dagskrá:

 • Félagshesthús.
 • Samstarf viđ Íshesta.
 • Málefni frá framkvæmdastjóra til umræđu
 • Starfsáriđ framundan. Helstu verkefni og áherslur og stefna nýrrar stjórnar
 • Önnur mál.

1. Félagshesthús

Sörla býðst að leigja hesthús í eitt ár. Ákveðið hefur verið að leigja húsið til eins árs og bjóða upp á aðstöðu fyrir börn, unglinga og ungmenni.  Farið verður í nánari útfærslu á félagshesthúsinu, forgangsröðun, reglur o.s.frv. Stofnaður hefur verið vinnuhópur innan stjórnarinnar sem í verða verða Eggert, Thelma, Ásta Kara og Atli Már.  Framkvæmdastjóri er starfsmaður hópsins.

2.  Samstarf við Íshesta

Rætt um málefni Íshesta.  Íshestar er með allt of stóra hópa á reiðgötum Sörla, fáa leiðbeinendur og gífurlegt álag er á reiðgötum, eru komin djúp för hægra megin þær leiðir sem Íshestar ríða. Ennfremur hafa félagsmenn lent í því að Íshestar séu að nota félagsgerði og rekið félagmenn í burtu. Mikil óánægja með samstarfið.  Samstarfið er alls ekki nægjanlegt og ekki hefur verið komið til móts við þær athugasemdir sem stjórn Sörla gerði við Íshesta á síðasta starfsári. Tillögum um nýjan samning hefur ekki verið svarað, þar sem stjórn m.a. lagði áherslu á aukna kostnaðarþáttöku Íshesta við viðhald reiðvega.

Gildandi samningur við Íshesta er eftirfarandi:

 • 450 þúsund fer á almennu deildina vegna reiðskólans.
 • 100 þúsund (félagsgjöld) fara á æskulýðsnefnd v/ungliðastarfs
 • 100 þúsund (félagsgjöld)  fara á reiðveganefnd v/viðhalds á reiðvegum
 • 100 þúsund styrkur vegna kaupa á verðlaunum sem fer á mótanefnd vegna íshestamótsins

Brýnt mál að endurskoða samstarfssamning við Íshesta.

3. Málefni frá framkvæmdastjóra

 • Hestafjör verður haldið aftur í mars og apríl, alls 6 skipti, laugardagsmorgna. Boðið verður upp á Hestafjör 1, 2 og 3.  Verið er að ræða við reiðkennara.
 • Mikil ásókn í knapamerkin og lítur út fyrir að það verði 5 hópar sem hefji nám í knapamerki 3, 4 og 5.
 • Gamanferðir hafa óskað eftir samstarfi við Sörla þannig að ef fólk kaupir ferðir í gegnum Gamanferðir styrkir það Sörla í leiðinni með afsláttarkóða.
 • Félagsmennirnir Ásbjörn og Kristján ætla að fara í að skoða græju aftan í fjórhjólið til tæta gólfið í reiðhöllinni.  Það mun auðvelda til muna það verk.
 • Skipta þarf um lyklakerfi að reiðhöllinni þar sem ekki er hægt að uppfæra gamla kerfið.  Farið verður í það nú í janúar. Innkalla verður alla virka lykla þegar nýtt kerfi tekur gildi og fær fólk nýja lykla í stað þeirra sem það er með nú.
 • Fara þarf í að setja upp hljóðkerfið sem fyrst.  Rætt verður við nokkra til að fara í þetta mál. Til að byrja með verður unnið að því að laga hljóðkerfið inn í reiðhöll.
 • Búið að ræða við Hafnarfjörð því það vantar efni bæði í reiðvegi og akvegi í hesthúsunum.  Þeir draga lappirnar aðeins varðandi þetta mál en þetta er brýnt og verður haldið áfram að herja á bæinn.
 • Samningur vegna rekstur veitingarsölunnar er í farvatninu.
 • Undirbúa þarf fundi með nefndum.  Framkvæmdastjóri stillir upp fundartíma með nefndum.

4.  Starfsárið framundan

Stóru verkefnin eru áframhaldandi vinna við undirbúning byggingu nýrrar reiðhallar, koma félagshesthúsi á fót og endurbætur á keppnisvöllum. Önnur stefnumarkandi málefni voru rædd og munu stjórnarmenn halda áfram með þá vinnu fyrir næsta fund.

5.  Önnur mál

 • Öryggisvesti

Öryggisvesti með merkingunni ,,Aðgát“ verða saumuð á næstunni og mun fólk geta nálgast þau á Sörlastöðum. Öryggisvestin eru ætluð öllum sem þurfa sérstaka tillitsemi á reiðvegum svo sem þegar knapi er á  ungum tryppum, viðkvæmum hestum, er óvanur og fl.

Stjórn vill samt sem áður vekja athygli á því að félagsmenn eiga að sýna hver öðrum tillitsemi á reiðvegunum. Auglýst verður á vefnum þegar þau eru tilbúin.

 • Lýsing skógarhrings

Búið er að hafa samband við HS veitur út af lýsingunni á reiðvegunum.  Ekki er hægt að skipta um perur þ.s. fyrr en frystir. Það vantar frost í jörðu til þess að það sé hægt að keyra körfubíl inn á reiðvegina og laga þá staura sem ekki eru í lagi.  HS veitur eru búnir að þeir eru búnir að lofa að koma um leið og frystir og laga lýsinguna.

 • Lýsing Kaldárselsvegur

Keyrður niður staur á Kaldárselsveg, rétt fyrir ofan Hlíðarþúfur og við það fór lýsingin út á þessum kafla. Hafnarfjarðarbær verður að setja nýjan staur svo HS veitur geti komið lýsingunni aftur á.  Hafnarfjarðarbær ætlar að skipta út tréstaurum á þessu svæði fyrir nýja staura og því hefur þetta tekið lengri tíma. Framkvæmdastjóri mun halda áfram að ýta á bæinn að laga lýsinguna enda bráðnauðsynlegt að koma lýsingu í lag, öryggisins vegna.

 • Íslandsmót

Íslandsmót verður haldið sameiginlega með öllum hestamannafélögum höfuðborgarsvæðisins.  Atli formaður ætlar að ræða aðra formenn um næstu skref.
 

___

Næsti stjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar kl. 19.30.

Fundi slitið kl. 22.30

 

Samþykkt,

dags: 5 janúar 2019

fyrir hönd stjórnar

Atli Már Ingólfsson

Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 6. janúar 2019 - 20:37
Viðburðardagsetning: 
sunnudaginn, 6. janúar 2019 - 20:37 to mánudaginn, 7. janúar 2019 - 20:37