• Stjórnafundur Sörla - Fundargerð 
 • Fundur nr. 4 að Sörlastöðum miðvikudaginn 6. febrúar 2019
 • Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir
 • Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla
 • Fjarverandi: Stefnir Guðmundsson, Eggert Hjartarson
 • Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

Fyrirliggjandi dagskrá:

 • Erindi frá formanni byggingarhóps um reiðhöll.
 • Verkefni frá síðasta fundi.
 • Reiðskólamál og samstarf við Íshesta.
 • Félagshús. Staðan.
 • Skrifað undir leigusamning.
 • Umhverfismál.
 • Félagsgjöld.
 • Mál frá framkvæmdastjóra.
 • Önnur mál.

1. Erindi frá formanni byggingarhóps
Halldóra formaður byggingarhóps kom á fund stjórnar og ræddi stöðu verkefninu byggingu reiðhallar.  Nú er svo komið að leita þarf að fjármagni til að hægt sé að fullklára hönnun reiðhallar og klára útboðsgögn.  Stjórn hefur ákveðið að boða til félagsfundar til að ræða stöðu verkefnisins með möguleika á að stofna nefnd sem sér um fjármögnun þessa verkefnis og stofnun byggingarsjóðs.

2. Verkefni stjórnar frá síðasta fundi
Farið yfir verkefni sem liggja fyrir stjórn og var þeim skipt niður á stjórnarmenn.

3. Reiðskólamál og samstarf við Íshesta
Verið er að skoða ýmsa möguleika varðandi reiðskóla í sumar.  Mikilvægt að geta boðið upp á fleiri námskeið en það sem var boðið upp á hjá Íshestum í fyrra.  Verið að ræða við mögulega samstarfsaðila aðra en Íshesta.

4. Félagshesthús
Gengur vel í félagshúsinu, alls eru 9 börn komin í húsið og 12 hestar.  Frábærir umsjónarmenn sem hafa staðið sig með prýði. Gengið var frá leigusamningi.

5. Umhverfisátak
Það verður farið í að hreinsa og laga til á kerrusvæði sörla.  Framkvæmdastjóri mun auglýsa tiltektina.

6. Félagsgjöld
Rukkun fyrir félagsgjöldum verður send út fljótlega.  Verið er að fara yfir félagsskránna og greiðslur.

7. Mál frá framkvæmdastjóra

 • Tæknimaður frá Origo kemur í næstu viku til að skoða uppsetningu á hljóðkerfi.
 • Félagsmaður kemur í vikunni til að skoða netmálin.
 • Verið að einfalda reikningastrúktur fyrir Sörla svo bankamálin hafa tekið mikinn tíma hjá framkvæmdastjóra.
 • Rætt við Ismael um beitarhólf sem bærinn er búinn að leigja til Sörla.  Sörli fær stórt land fyrir ofan Kaldárselsvegi frá Hlíðarþúfum og upp á Bleiksteinsháls.
 • Verið að skoða mögulega styrktaraðila fyrir vetrarmótarröðina.
   

8. Önnur mál

 • Valtarinn er bilaður og svarar ekki kostnaði að láta gera við hann.  Hann verður fjarlægður og farið verður í að leita að nýjum valtara.
 • Stjórnarmeðlimir sem eiga hús í Hlíðarþúfum hvattir til að mæta á félagsfund Hlíðarþúfna á laugardaginn.  Mikilvægt að ræða þar umhverfismál og gera átak í þeim efnum þar líka.

 

Næsti stjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 6. mars kl. 19.30.
Fundi slitið kl. 23.00

 

Samþykkt, dags: 15.feb.

fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 15. febrúar 2019 - 7:54
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 6. febrúar 2019 - 19:30