Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 5 - 2019
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur 6. mars
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir, Eggert Hjartarson,
Stefnir Guðmundsson,
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Valka Jónsdóttir
Ritari fundar: Ásta Kara Sveinsdóttir

 

Fyrirliggjandi dagskrá:

 • Framhaldsaðalfundur – undirbúningur fundar
 • Reiðhallarmál bygging samstarf við Hafnarfjarðarbæ
 • Samstarf við grunnskóla og Flensborg í Hafnarfirði – hugmynd lögð fram til umræðu?
 • Reiðskólamál og önnur mál frá stjórnarmönnum á ábyrgð þeirra
 • Samstarf um Íslandsmót
 • Frá framkvæmdastjóra
 • Önnur mál.

 

Sá sorglegi atburður átti sér stað fyrr í dag að Sörlafélagi slasaðist við útreiðar og lést í kjölfarið af áverkum sínum.  Stjórnarmenn eins og allir félagsmenn eru harmi slegnir yfir þessum fréttum. Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og vinum hans á þessum erfiðu tímum og sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra.

Það er ljóst að gera þarf úttekt á svæði Sörla og gera breytingar til að lágmarka möguleika á því að svona hörmulegur atburður geti átt sér stað aftur.  Framkvæmdastjóri mun kalla eftir fundi með reiðveganefnd og Hafnarfjarðarbæ til að fara yfir þessi mál og leggja fram kröfur um úrbætur.

 

Framhaldsaðalfundur
Framhaldsaðalfundur verður haldinn 19. mars næstkomandi.  Rætt um þau verk til undirbúnings fundarins s.s. fundarstjórn, efni fundarins, auglýsingar og niðurstöðu ársreikning.  Félagið skilar hagnaði þrátt fyrir mjög miklar framkvæmdir. Aukin starfsemi er í félaginu og meira aðhald í fjármálum er að skila góðu búi.

 

Reiðhallarbygging
Formaður fór á fund allsherjarnefndar ÍBH.  Þar kom fram að Haukar vilja fá framkvæmda-fé frá Hfj.bæ á undan Sörla.  Til að Sörli geti hafið framkvæmdir í ár þurfa að koma inn fjármunir í gegnum byggingasjóð og/eða lóðasölu þar sem FH hefur tæmt framkvæmdasjóð Hfj.bæ fyrir árið 2019.  Formaður mun óska eftir fundi með bæjarstjórn til að ræða þetta mál.

Athuga þarf hvaða hesthúsalóðir eru til sölu hjá Hfj.bæ og hvert verðið er á þeim.  Það verður að vera hægt að fá lóðir á skikkanlegum verði - samkeppnishæf við nágranna-sveitarfélögin.

 

Hugmynd um samstarf við grunn- og framhaldsskóla Hfj.
Samstarf við grunnskóla og Flensborg í Hafnarfirði rætt. Hugmyndir um að geta boðið upp á valfag/braut s.s. hestamennskan, og nýta félagshesthúsið í þetta samstarf.  Horfa til hestabrautarinnar við FSU og Fmos. Skoða möguleika með akstur frístundabílsins í þessu samstarfi.

 

Reiðskólamál
Verið að skoða ýmsa möguleika varðandi reiðskóla og búið að ræða við nokkra reiðkennara varðandi samstarf.  Verið að skoða hvernig best sé að skipuleggja slíkan skóla m.t.t markmiðs, tíma, fjölda, hrossa, menntunar reiðkennara o.s.fr.  Tillaga kom fram um mögulegt samstarf við Sóta.

 

Íslandsmót - samstarf hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu
Vinna ekki hafin. Formaður mun kalla saman formannafund til að ræða samstarfið um Íslandsmótið.

 

Mál frá framkvæmdastjóra

 • Keppnisvöllurinn, beina brautin. Á mánudag var unnið í brautinni, hún hefluð og slóðadregin.
 • Kerrusvæði: Sendur var út póstur að fólki þyrfti að fjarlægja tjaldvagna, bíla, kerrur og ónýtar kerrur sem eiga ekki heima á svæðinu.
 • Styrktaraðilar: Sendur var út póstur til aðila sem eru með skilti á svæðinu. Sumir vilja greiða áfram fyrir auglýsingarnar en aðrir óska eftir að skiltin séu fjarlægð.
 • Jakkar og úlpur:  Fengið frá Zo-on og öðru fyrirtæki. Afhendingartíminn er því miður frekar langur.   
 • Félagshesthús:  Krakkarnir orðnir 12, jafnvel einn að bætast við. Gengur vel og krakkarnir ánægðir.
 • Félagsgjöld og félagar:  Félagsmenn hafa tekið vel í greiðslu félagsgjalda og gengur innheimta vel.
 • Hljóðkerfi: Rætt var um hvernig hægt væri að setja upp hljóðkerfi sem okkur voru gefnir svo það nýtist sem best.

 

Önnur mál

 • Netföng nefnda. Hver nefnd og formaður eiga að nota Sörlanetföng svo auðvelt sé að halda utan um þekkingu og sögu hverrar nefndar og finna eldri upplýsingar og mál.  Þetta verður innleitt á næstu dögum.
 • Drög liggja fyrir varðandi leigu á beitarhólfum í Hlíðarþúfum. Fara þarf yfir drögin og gera athugasemdir sem sendar verða til Hfj.bæjar.
 • Opnunartími reiðhallar:  Endurskoða þarf fyrir næsta vetur hvernig hvernig tímum í reiðhöllinni er skipt og þeir nýttir.  Hafa þarf meiri lausan tíma fyrir almennan félagsmanninn.

Næsti stjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 3.apríl kl. 19.30.
 

Fundi slitið kl. 23.00

 

Samþykkt,

dags: 12. mars 2018

fyrir hönd stjórnar,

Atli Már Ingólfsson, formaður
Ásta Kara Sveinsdóttir, ritari fundar

 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 13. mars 2019 - 10:17
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 6. mars 2019 - 19:30
Vettvangur: