Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 7 - 2019
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur 9. maí  2019
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Stefnir Guðmundsson, Valka Jónsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir,
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Eggert Hjartarson,  Thelma Víglundsdóttir, 
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

Fyrirliggjandi dagskrá:

  • ÍBH þing
  • Fjáröflunarnefnd
  • Reiðhallarmál
  • Reiðskólamál
  • Beina brautin, kynbótabrautin.
  • Valtarakaup
  • Mál frá framkvæmdastjóra
  • Önnur mál

 

1. ÍBH þing, fulltrúar

ÍBH þing verður haldið um helgina, laugardaginn, 11. maí.  Fulltrúar Sörla á þinginu verða Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Eggert Hjartarson, Halldóra Einarsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson.

 

2. Fjáröflunarnefnd. Tillaga að skipun í nefndina og erindisbréf

Farið yfir tillögur að fulltrúum í fjáröflunarnefnd.  Lagt er til að Rósbjörg Jónsdóttir muni leiða nefndina og var það samþykkt.  Aðrar tillögur voru Atli Már Ingólfsson, Haraldur Ólason, Valka Jónsdóttir. Farið var yfir erindisbréfið og það samþykkt með breytingum.  Atli mun ganga frá því og senda til Rósbjargar.

 

3. Fundur með bæjarstjóra vegna reiðhallarmála

Óskað hefur verið eftir fundi með bæjarstjóra vegna reiðhallamála.  Fundurinn verður 21. maí. Markmiðið er að ýta á eftir framkvæmdasamningi við Sörla.  Einnig verður rætt um lóðamál í Sörla. Lóðir almennt of dýrar og aðeins mjög stór hesthús í boði. Ítreka á ósk Sörla að lóðir verði endurskipulagðar út frá breyttum þörfum.

 

4. Reiðskólamál

Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að greiða laun tveggja starfsmanna 21 árs og eldri.  Það verða því 4 starfsmenn frá Sörla á Álftanesi og 6 starfsmenn Sörla hjá Íshestum.


 

5. Beina brautin, kynbótabrautin

Mikil ánægja með brautina, líklega góð kynbótabraut. Næstu verk er að taka ofan af staurunum um 10 cm og almennur frágangur.  Framkvæmdastjóri mun auglýsa vinnudaga næstu viku. Margt þarf að gera til að klára keppnisvöllinn og umhverfið í kringum hann.

 

6. Valtarakaup

Ákveðið að fresta kaupum.  Búið er að fá lánaðan valtara sem verður notaður á þessu ári.

 

7. Mál frá framkvæmdastjóra

Göngustígur í Gráhelluhrauni.  
Erindisbréf var sent til bæjarins vegna göngustígsins um Gráhelluhraun þar sem óskað var eftir að loka þessu sem göngustíg þar sem hann þverar reiðvegi og í raun endar á reiðvegi með tilheyrandi hættu.  Svar bæjarins var á þá leið að hann synjar erindinu á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015 -2030. Stjórn Sörla mun ekki una þessari niðurstöðu og mun fara með málið áfram.  Leitað verður til félagsmanna um sögur um slys og hérumbilslysa sem hafa orðið vegna legu þessa göngustígs.

Beitarmál – fyrir Reiðskóla og félagsmenn.  
Verið að skoða þessi mál. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða en líklega þarf að nota beitarhólfið við hliðina á Hlíðarþúfum fyrir reiðskólann eins og tilkynnt var í fyrra þegar Hafnarfjarðarbær afhenti Sörla þetta hólf til umráða.

Erindi frá Öryggisnefnd
Öryggisnefnd Sörla óskar eftir því að framkvæmdastjóri sitji fundi reiðvega- og öryggisnefndar til að koma málum í fljótari og öruggari farveg með sem stystum tíma.  Það var samþykkt.

Erindi frá félagsmönnum  varðandi rekstarhring.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir tillögum og útfærslum á þessu verkefni frá þeim félagsmönnum sem óska eftir þessu og hvernig þetta gæti verið framkvæmt, þannig að málið sé tækt til afgreiðslu frá stjórn. Einnig að kanna heimild Sörla til að samþykkja þetta.

Styrktarmál.  
Happdrættissalan gengur vel og eru fyrirtæki og einstaklingar líka jákvæðir að gefa happdrættisvinninga.  Er þeim þakkaður stuðningurinn við félagið.

Undirbúningur á vallasvæði fyrir mót og kynbótasýningar.  
Búið er að færa dómshúsið.  Hannes og Sæmundur hafa gefið félaginu kerru undir dómshúsið.  Þakkar stjórn þeim fyrir stuðninginn. Efni er komið í gólfið og nú þarf að smíða og mála.

Undirbúningur á reiðhöll fyrir kynbótasýningar.
Viðhald á ljósum í reiðskemmu er nauðsynleg. Reiðhöllin er dimm þar sem vantar margar perur í ljósin.  Ákveðið að skoða hvað kostar að kaupa perur í ljósin en einnig að fá tilboð í að skipta ljósum út fyrir ledlýsingu þar sem rekstrarkostnaður er mun minni af slíkri lýsingu og mun betri lýsing.

Félagshús, fjármál, framtíðin.
Stjórn fékk senda mjög góða skýrslu frá umsjónarmönnum félagshússins um hvernig hefur gengið..  Umsjónarmennirnir hafa staðið sig með prýði. Þeir hafa fengið mikið lof bæði frá foreldrum, börnum og fleirum. Rekstur félagshússins hefur  farið fram úr kostnaðaráætlunum og er talsvert þungur fyrir rekstur Sörla. Stjórn sammála um að það sé mikilvægt að reka félagshús og fá þannig inn nýliðun en í breyttu formi þar sem félagið getur ekki rekið þetta áfram með þessum hætti.  Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar munu funda með umsjónarmönnum og ræða um möguleika í stöðunni þannig að hægt sé að halda starfinu áfram, en með breyttu formi.

Annað
Miklar kostnaðarsamar framkvæmdir í gangi þar sem viðhaldsvinnu hefur ekki verið nægilega sinnt á síðustu árum.  Mikilvægt er að allar nefndir séu virk í því að sækja styrki fyrir þá viðburði sem eru á þeirra vegum.

 

8. Önnur mál

Sýning Sörla á Æskan og hesturinn var mjög flott og fengu félagsmenn að heyra það frá ýmsum aðilum.  Það er mikil vinna og tími sem fer í svona verkefni. Hrósið og þakkir fyrir frábæra vinnu fer til barnanna og þeirra sem stýrðu þessu verkefni Freyju Aðalsteinsdóttur og Ragnari Eggerti Ágústssyni.  

Samþykkt, dags: 20. maí 2019

fyrir hönd stjórnar,
Atli Már Ingólfsson
Valka Jónsdóttir

 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 22. maí 2019 - 15:30
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 9. maí 2019 - 19:30
Vettvangur: