Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 8 - 2019
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur 5. júní  2019
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Valka Jónsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir,Thelma Víglundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Eggert Hjartarson, Stefnir Guðmundsson,
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

Fyrirliggjandi dagskrá:

  • Starf framkvæmdastjóra
  • Undirbúningur fyrir Íslandsmót.
  • Félagshesthús, þróun mála staðan og framhaldið.
  • Fjáröflunarnefnd
  • Reiðhallarmál
  • Málefni frá framkvæmdastjóra
  • Önnur mál.

Stjórn fundaði um starf framkvæmdastjóra áður en framkvæmdastjóri tók sæti á fundinum. Rætt um starfið, vinnuna og vinnuálag og ýmislegt þessu viðkomandi. Óhætt að taka fram að stjórnin er gríðarlega ánægð með nýja framkvæmdastjórann. Sigríður mætti svo með bros á vör á fundinn að því loknu.

 

2. Undirbúningur fyrir íslandsmót

Undirbúningsnefnd Íslandsmót hefur ráðið sér launaðan framkvæmdastjóra en Þórdís Anna Gylfadóttir hefur verið ráðin. Stjórn Sörla vissi ekki af þessu fyrr en nýlega, en setur sig ekki upp á móti þessari ákvörðun úr því sem komið er.  Stjórn Sörla óskar eftir því að fá fjárhagsáætlun fyrir Íslandsmótið 2019 sem fyrst til rýnis og samþykktar. Stjórn var sammála um að nauðsynlegt hefði verið að leita eftir heimild stjórnar félagsins áður en undirbúningshópur tók ákvörðun um ráðningu launaðs framkvæmdastjóra og hefði þurft að hafa betra samráð um þessa ákvörðun. Læra þarf af þessu ferli næst þegar svona vinna er í gangi.

 

3. Félagshesthús

Húsnæði sem félagshesthúsið hefur verið rekið í, er komið í söluferli og því verður ekki áframhald á rekstri félagshússins í þeirri mynd sem nú er.  Búið er að ræða við Geir hjá Hafnarfjarðarbæ og eru þeir mjög áhugasamir um að styrkja svona verkefni. Það er því mikilvægt að koma þessu að fyrir næstu fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Formaður og framkvæmdastjóri vinna áfram í þessu máli og skoða möguleika með stúlkunum í félagshúsinu.

 

4. Fjáröflunarnefnd

Fyrsti fundur hefur verið haldinn.  Í nefndinni sitja Rósbjörg Jónsdóttir formaður, Haraldur Ólason, Atli Már Ingólfsson og Valka Jónsdóttir.

 

5.  Reiðhallarmál

Undirbúningur á fullu og viðræður við Hafnarfjarðarbæ eru í gangi.  

 

6. Mál frá framkvæmdastjóra

Reiðskólamál
Sörli mun manna bæði reiðskólann út á Álftanesi og hjá Íshestum.  Þau hefja störf á föstudaginn og koma í heimsókn

Beitarmál – fyrir Reiðskóla og félagsmenn
Verið að skoða þessi mál. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða en hugsanlegur möguleiki er að beitarhólfið við hliðina á Hlíðarþúfum fyrir reiðskólann eins og tilkynnt var í fyrra þegar Hafnarfjarðarbær afhenti Sörla þetta hólf til umráða.  Þar er beit þó ekki næg og aðkoma ekki góð. Íshestar verða mögulega með reiðskólahestana í Kjóadal, sem væri mun betri kostur. Ef svo er þá verður beitarhólfið skipt upp og leigt út til félagsmanna.

Viðburðir
Viðburðir hafa gengið vel í vetur og staðið undir sér fjárhagslega fyrir utan lokahóf Sörla. Uppgjörum hefur ávallt verið skilað á réttum tíma og nýtt verklag kemur vel út og tryggir utanumhald. Ekki var góð mæting á lokahóf líkt og á síðasta ári og þarf því að endurskoða þann viðburð á næsta ári.

Hljóðkerfið
Gengur vel að setja það upp, en þetta er mjög mikil vinna þar sem verið er að setja upp heilt hljóðkerfi á öllu svæði Sörlastaða inni og úti. Hefur sjálfboðaliðinn Ólafur Rowen verið einstaklega öflugur í þessari vinnu, nánast séð um þetta einn með góðri hjálp frá framkvæmdastjóra Sörla.  Mjög góður hljómur er í græjunum.

Styrkveiting
Stjórn samþykkti að veita umsækjanda um styrk til þátttöku á Youth Camp styrk og gefa Sörlapeysu. Styrkfjárhæð 30.000, auk peysunnar.

7. Önnur mál

Ekki verður stjórnarfundur í júlí nema upp komi mál sem kalla á fund.   Næsti fundur verður seinnipartinn í ágúst og verður boðaður af formanni.

Fundi slitið kl. 23.00

 

Samþykkt,

dags: 10. júní 2019
fyrir hönd stjórnar,

Atli Már Ingólfsson
Valka Jónsdóttir

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 11. júní 2019 - 18:33
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 5. júní 2019 - 19:30
Vettvangur: