Aðalfundur Sörla 26. október 2017 - Fundagerð

 1. Setning fundar

Formaður Sörla, Thelma Víglundsdóttir bauð félagsmenn velkomna á aðalfund Sörla og setti fundinn.

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Darri Gunnarsson var kosinn fundarstjóri og Valka Jónsdóttir fundarritari - einróma samþykkt.

 1. Boðun fundar

Fundarstjóri fór yfir boðun fundar og upplýsti að hann væri í samræmi við reglur félagsins. Engar athugasemdir voru gerðar við boðun fundarins.

 1. Félagatal

Framkvæmdastjóri félagsins, Þórunn Ansnes sagði frá því að félagar væru 742. Á sama tíma í fyrra voru þeir 763 sem er örlítil fækkun.  Félagsmenn á aldrinum 0 – 18 ára eru um 215, félagsmenn 70 ára og eldri eru 70 og því eru 457 greiðandi félagsmenn.

Tekið var upp nýtt félagakerfi hjá íþróttabandalagi Hafnarfjarðar og því þarf að taka þessar tölur með fyrirvara því íþróttafélögin í Hafnarfirði hafa kvartað yfir því að félagatal þeirra sé ekki rétt. Kom framkvæmdastjóra á óvart að félagsmönnum hafði fækkað.

 1. Skýrsla stjórnar

Thelma Víglundsdóttir formaður las og kynnti skýrslu stjórnar.


Á starfsárinu helt stjórn félagsins 18 reglulega stjórnarfundi. Fyrir utan reglulega fundi höfðu stjórnarmeðlimir og framkvæmdastjóri mikil samskipti sem og vinnufundi.

Starfsárið hófst með því að fundað var með nýkjörnu nefndarfólki og formönnum nefnda þar sem ræddar voru hugmyndir fyrir starf vetrarins. Vetrardagskrá síðastliðins vetrar var svo með svipuðu sniði og fyrri ár, en þó má alltaf sjá einhverjar nýjungar og breyttar áherslur.

Sú stefna var sett innan stjórnarinnar í upphafi starfsársins að auka samstarf og samskipti við Hafnarfjarðarbæ bæði til að auka þrýsting á aukin fjárframlög og til að geta betur gætt hagsmuna félagsins innan stjórnkerfis bæjarins og átti stjórnin í miklum samkiptum við fyrirsvarsmenn innan Hafnarfjarðarbæjar, bæjarráð, bæjarstjórn  og bæjarstjóra bæði bréflega og á fundum.

Á haustmánuðum mætti nánast öll stjórnin á opin bæjarstjórnarfund þar sem fjallað var um tillögu frá Haukum og FH um byggingu knatthúsa í Hafnarfirði, en sú tillaga fór gegn forgangsröðun ÍBH um byggingu reiðhallar hjá Sörla. Eftir mikinn átakafund og þrýsting fór svo að tillagan var felld með einu atkvæði. Það var mat stjórnar Sörla að hefði tillagan verið samþykkt hefði hún í raun fært byggingu fyrirhugaðrar reiðhallar aftur fyrir umrædd knatthús. 

Tilnefningar íþróttafólks Sörla

Að venju voru veittar viðurkenningar íþróttamanna félagsins fyrir bestan árangur á keppnisvellinum. Þeir sem hlutu þessar viðurkenningar á síðasta aðalfundi voru.

Eyjólfur Þorsteinsson, íþróttakarl Sörla og Hanna Rún Ingibergsdóttir, íþróttakona Sörla, og  útnefninguna efnilegasta ungmennið hlaut Brynja Kristinsdóttir.

Samskipti við bæjaryfirvöld

Í lok mars var lokið við gerð rekstrar- og þjónustusamnings við Hafnarfjarðarbæ og var hann undirritaður á skrifstofu bæjarstjóra. Samningarnir eru með talsvert breyttu sniði en endanleg fjárhæð til reksturs félagsins er sambærileg því sem verið hefur, en upphafleg áætlun af hálfu bæjarins gerði ráð fyrir lækkun á framlögum til félagsins.

Í sumar fundaði stjórn Sörla með bæjarráði þar sem óskað var eftir að farið væri í vinnu við skipulagningu á byggingu nýrrar reiðhallar. Stjórn Sörli sendi svo nú á haustdögum formlegt erindi til bæjarstjórnar til þess að ýta á eftir viðbrögðum og svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þetta mál. Af áformum um byggingu reiðhallar er annars það að frétta að eins og áður sagði er hún á forgangslista ÍBH um byggingu nýrra íþróttamannvirkja hjá Hafnarfjarðarbæ. Stjórnin vinnur nú ötullega að því að þoka þessu máli áfram innan bæjarins, því ekki þarf að hafa mörg orð um það hvílikt hagsmunamál það er fyrir okkur öll að fá stærra hús til æfinga og kennslu á svæðið.

Unnið var áfram í að fá nýtt deiliskipulag fyrri athafnasvæði Sörla, og var það samþykkt af Skipulags- og byggingarráði þann 4. október síðastliðinn. Var öllum sem lögðu hönd á plóginn við þá undirbúningsvinnu þakka og þá sérstaklega Sigríði Sigþórsdóttur arkítekt fyrir hennar þátt í málinu.

Stjórnin var í  samskiptum við bæjaryfirvöld vegna lagningu göngu og hjólastígs sem liggur neðan við Hlíðarþúfur.  Í þeim samskiptum var lögð áhersla á öryggismáli  að framkvæmdin væri eins vel úr garði gerð frá sjónarhóli hestamanna og nokkur kostur er. Áform voru um að hluti stígsins væri samsíða reiðgötunni en því var breytt að óskum stjórnar og framkvæmdastjóra og því er þessi stígur óslitinn þar sem búið er að koma honum fyrir.

Stórt hagsmunamál félagsmanna Sörla í Hlíðarþúfum og í Hlíðarenda, eru málefni lóðaleigusamninga á þessum svæðum. Staðan hefur verið sú að flestir ef ekki allir lóðaleigusamningar á þessum svæðum eru útrunnir og hafa sumir verið það svo árum skiptir. Þetta ástand er að mati stjórnar algerlega óviðunandi fyrir eigendur húsanna á svæðinu. Óvissan hefur áhrif á verð og sölumöguleika húsanna. Fulltrúar stjórnar Sörla ásamt framkvæmdastjóra félagsins fóru á fund umhverfis og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar nú í október til að ræða þess mál. Í stuttu máli þá varð ánægjuleg þróun á þeim fundi en þar kom fram að skipulagsyfirvöld sjá nú engin tormerki á því að nýjir lóðaleigusamningar verði gerðir við Sörla vegna allra lóða í Hlíðarþúfum. Mikilvægt er að komandi stjórn sendi ósk um nýja lóðarleigusamninga til bæjarins strax að loknum aðalfundi. Endanlegt samþykki fyrir nýjum samningum og efni þeirra er þó ávallt hjá bæjarráði. Þessi breytta afstaða Hafnarfjarðarbæjar sem hefur um langt skeið ekki viljað endurnýja samninga í Hlíðarþúfum er að mestu sökum þess að nú hafa Hlíðarþúfur verið festar í skipulagi bæjarins samhliða skipulagi sem tilkomið er vegna lagningu nýs vegar ofan við Hlíðarþúfur.

Félagsgjöld

Félagsgjöld líðandi árs voru 10.000 krónur. Innheimta var í samræmi við árið á undan og fyrri ár.

Hreinsunarátak

Unnið hefur verið að hreinsunarátaki á athafnasvæði Sörla. Svæðið vestan megin við reiðhöllina var hreinsað og var þar skipt um jarðveg. Félagsmenn voru hvattir til að huga að sínu nærumhverfi og dytta að húsum sínum. Árangurinn var ágætur en betur má ef duga skal.  Stjórnin ákvað að veita umhverfisverðlaun Sörla í fyrsta sinn í tengslum við þetta átak. Sýn stjórnarinnar er sú að þar sem við Sörlafólk erum svo heppin að halda hesta í þessu yndislega umhverfi sem er hér allt í kringum okkur þá beri okkur skylda til að halda hverfinu okkar fallegu og hreinu og vera leiðandi félag í umhverfismálum. Stjórnin hyggst halda áfram á þessari braut fái hún brautargengi til.

Framkvæmdir Reiðhöll og vallarsvæði.

Gert var við timburverk í reiðgerði og það málað. Einnig var bætt við möl í gerðið. Sjálfboðaliðar félagsins komu að viðgerð gerðisins og starfsfólk frá vinnuskóla Hafnarfjarðar kom að málningu gerðisins.

Viðhald á reiðhöll, settir voru nýjir battar þar sem þeir gömlu voru orðnir ónýtir. Skipt var út spónaplötum og sett timbur í staðinn sem kemur mjög vel út og breytir algjörlega ásýnd reiðhallar. Unnið var að smíði battanna í sjálfboðavinnu og komu margar hendur að verkinu en þeir sem mestan heiður eiga og drógu vagninn í þessu verki eru heiðursmennirnir Eggert Hjartarson og Pálmi Hannesson.

Skipt var um allt gler milli reiðskemmu og félagasaðstöðu í sumar til að standast kröfu um brunavarnir. Hafnarfjarðarbær sá um þá framkvæmd.

Við keppnisvöll var miðja á hringvelli jöfnuð og hún þökulögð. Aðgerðin prýðir verulega ásýnd svæðisins. Einnig voru plaströr fjarlægð og til stendur að setja kaðla eða plastkeðjur í stað þeirra með vorinu. Einnig stendur til að veita umgjörð skeiðbrautar sömu meðferð og breyta girðingum meðfram henni. Þökulögn var í höndum sjálfboðaliða.

Sjálfboðaliðum sem komu að þessum verkum er sérstaklega þakkað fyrir sín störf.

Kynbótasýning

í maí var kynbótasýning haldin að venju á Sörlastöðum. Vel tókst til og var fullbókað á sýninguna.

Námskeiðahald

Námskeiðahald var með svipuðu sniði og fyrri ár. Mikil aðsókn var að venju í Jnapamerkin en í ár var kennt Knapamerki 1, 2, 3, og 4. Framhald var á Reiðmanninum og var seinna árið í því prógrammi kennt síðastliðinn vetur. í haust var haldið áfram með Hestafjör, sem byrjað var á síðastliðið haust og mæltist mjög vel fyrir. Í ár er Hestafjör haldið í samvinnu við Íshesta, þar sem þeir bjóða uppá að lána krökkum hesta. Þetta fyrirkomulag gerir börnum sem ekki hafa aðgang að hestum kleift að stunda hestamennsku og er þáttur í nýliðun hjá félaginu. Hestafjör er kennt tvisvar sinnum í viku og í ár eru kennarar á þessu námskeiði þau Friðdóra Friðriksdóttir, Matthías Kjartansson og Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir. Áætlað er að því að bjóða upp áframhaldandi námskeið af þessu tagi eftir áramót.

Reiðskóli Sörla og Íshesta

Reiðskóli Sörla og Íshesta var starfræktur að venju í sumar. Námskeiðin voru haldin í júní og ágúst. Skólinn var vel sóttur og almenn ánægja var meðal nemenda, foreldra og starfsmanna.

Þakkir til sjálfboðaliða
Hið árlega nefndargrill var haldið 14. Október sem er uppskeruhátíð sjálfboðaliða.

Nefndir félagsins unnu öflugt starf og stóðu mjög vel að þeim viðburðum sem þær buðu upp á. Stjórnin er stolt, ánægð og ekki síst þakklát fyrir það góða og fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar nefnda stóðu fyrir á starfsárinu. Það verður ekki of oft sagt að án sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu félagsins væri ekkert félag. Boðið var upp á fjölmarga viðburði þar sem allir gátu fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Góð þátttaka félagsmanna var á viðburði og almenn ánægja með félagsstarfið, en alltaf má hvetja til frekari þátttöku, því með aukinni þátttöku verður starfið ánægjulegra fyrir alla og fjölbreyttara, ekki síst fyrir þá sem standa fyrir starfinu.

 

 1. Reikningar félagsins.

Framkvæmdastjóri Sörla, Þórunn Ansnes kynnti milliuppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins í umboði gjaldkera félagsins, Einars Arnars Þorkelssonar. Rekstrartekjur félagsins voru kr. 26.666.372 og resktrargjöld voru kr. 28.106.105.Rekstrarafkoma tímabilsins var því kr. -1.439.77, sem skýrist fyrst og fremst af því að félagið hefur sjálft ráðist í viðhaldsverkefni. Eignir félagsins og eigi fé voru kr. 61.724.410. Helsti munur á mill árshlutauppgjörsins í ár og síðasta ár voru aukin viðhaldsverkefni. Fjölrituðum reikningi var dreift á fundarmenn. Reikningar félagsins verða lagðir fram endurskoðaðir á framhaldsaðalfundi.

 

 1. Umræður um skýrslu stjórnar og milliuppgjör félagsins

Fundarstjóri gaf orðið laust.

 1. Sigurlaug Anna Jóhannesdóttir spurði um áform um byggingu reiðhallar þ.e. hvort bærinn þurfi að samþykkja byggingu reiðhallar eða hvort Sörlafélagar geti byggt hana sjálf. Framkvæmdastjóri svaraði því til að það væri ný stefna hjá Hafnarfjarðarbæ á þá leið að bærinn á öll íþróttamannvirki 100% og því er Sörli algjörlega háður því að bærinn samþykki byggingu nýrrar reiðhallar.

 

 1. Sigurlaug spurði einnig um hvernig gengi að internetvæða Sörlasvæðið t.a.m. væri lítið og lélegt samband í Hlíðarþúfum Gjaldkeri Sörla, Einar Örn svaraði því að það væri komið 4G netsamband frá því í vor á Sörlasvæðinu og ljósleiðari kominn á svæðið. Fundarstjóri hvatti félagsmenn að halda þessu máli vakandi með framkvæmdastjóra félagsins.

Frekari umræður urðu ekki um skýrslu stjórnar né reikninga félagsins.

Fundarstjóri bar upp skýrslu stjórnar og reikninga félagsins til samþykktar. Skýrsla stjórnar og milliuppgjör var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 1. Kynning á starfi nefnda

Formenn/fulltrúar nefnda sögðu frá starfinu á árinu.

 • Ferðanefnd: Kristján Jónsson
 • Fræðslunefnd: Ingibergur Árnason
 • Krýsuvíkurnefnd: Guðmundur Smári Guðmundsson
 • Kynbótanefnd: Vilhjálmur Karl Haraldsson
 • Laganefnd: Atli Már Ingólfsson
 • Mótanefnd: Freyja Aðalsteinsdóttir
 • Reiðveganefnd: Eggert Hjartarson
 • Skemmtinefnd: Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
 • Sörlastaðanefnd: Hilmar Bryde kom ekki
 • Æskulýðsnefnd: Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir
 • Lávarðadeild: Birgir Sigurjónsson í umboði formanns Vilhjálms Ólafssonar

 

 1. Umræður um skýrslur nefnda

Ekki urðu neinar umræður um skýrslur nefnda.

 1. Kosning formanns

Thelma Víglundsdóttir bauð sig fram aftur til formanns og fékk einróma kosningu.

 1. Kosning manna í stjórn.

Kjörnir eru þrír stjórnarmenn til tveggja ára á hverjum aðalfundi. Kjörtímabili Þórunnar Ansnes, Eggerts Hjartarssonar og Einars Arnar Þorkelssonar. Í stjórn sitja áfram Hanna Rún Ingibergsdóttir, Valka Jónsdóttir og Atli Már Ingólfsson.

 

Einar Örn Þorkelsson og Eggert Hjartarsson buðu sig aftur fram en Þórunn gaf ekki kost á sér.

Kristín Þorgeirsdóttir bauð sig fram í stjórn Sörla og voru þessir kosnir einróma. Fundurinn bauð nýja stjórnarmenn velkomna og var fráfarandi stjórnarmanni þakkað fyrir störf fyrir félagið.

 1. Kosning endurskoðenda

Valgeir Ólafur Sigfússon og  Ingvar Teitsson voru einróma kosnir til ofangreindra verka.

Kaffihlé

Í lok kaffihlés veitti Thelma Víglundsdóttir, formaður viðurkenningar fyrir góðan árangur.  Þrjár nýjar viðurkenningar voru veittar í ár en þær voru knapi ársins, yngri flokkar, viðurkenning fyrir ástundun, yngri flokkar og áhugamaður Sörla. 

Eftirfarandi viðurkenningar veittar:

 • Íþróttamaður Sörla: Sindri Sigurðsson 
  Sindri sigraði bæði A og B flokk á Gæðingamóti Sörla. Hann var valinn knapi mótsins og hestur hans Þórálfur frá Kanastöðum gæðingur mótsins. Prúður íþróttamaður innan sem utan vallar. 
   
 • Íþróttakona Sörla: Friðdóra Friðriksdóttir 
  Friðdóra var Hafnarfjarðarmeistari í fjórgangi meistara nú í vor. Friðdóra var í efstu sætum í bæði A og B flokki á Gæðingamóti Sörla. Friðdóra er flott fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina í Sörla.  
   
 • Áhugamaður Sörla: Kristín Ingólfsdóttir 
  Kristín varð á árinu þrefaldur Hafnarfjarðarmeistari, í fjórgangi, fimmgangi og tölti. Hún vann töltið í 2.flokki á Gæðingaveislu Sörla. Hún vann einnig tölt í 2.flokki á Suðurlandsmóti. Kristín er fjölhæfur knapi sem sýnir mikinn dugnað og elju.

 

 • Efnilegasta ungmennið: Viktor Aron Adolfsson 
  Viktor var í A-úrslitum í fimmgangi á Íslandsmótinu í ár. Hafnarfjarðarmeistari í fjórgangi og fimmgangi ungmenna núna í vor. Einnig hefur Viktor sýnt flotta takta á skeiðbrautinni í sumar. 

 

 • Knapi ársins, barna- og unglingaflokkur : Katla Sif Snorradóttir
  Katla Sif varð Íslandsmeistari í fimi unglinga og var einnig í A-úrslitum í fjórgangi unglinga. Hún varð Hafnarfjarðarmeistari í tölti og fjórgangi í vor. Katla Sif á framtíðina fyrir sér á keppnisbrautinni. 

 

 • Viðurkenning fyrir ástundun, yngri flokkar: Sara Dögg Björnsdóttir 
  Sara er frábær fyrirmynd fyrir jafnaldra sína, hún er sýnileg á reiðgötunum, dugleg og samviskusöm. Stendur sig vel á reiðnámskeiðum og sýnir mikinn áhuga á að bæta við sig þekkingu. Framtíðin er björt hjá Söru! 

 

 • Nefndarbikarinn fór til Krísuvíkurnefndar.  Þetta er hóværa nefndin sem sinnir Krísuvík að mikilli alúð og natni.  En nefndin hefur staðið í ströngu að endurnýja girðingar.

 

 • Umhverfisviðurkenning Sörla fór til Kaplaskeiðs en sú gata stendur upp úr hvað varðar snyrtileika og vel hirt hús.

Vilhjálmur Karl og Helgi Jón frá kynbótanefndinn veittu viðurkenningar fyrir annars vegar hæst dæmda kynbótahross ræktað af Sörlafélaga og hins vegarn hæst dæmda kynbótahross í eigu Sörlafélaga.

 • Apollo frá Haukholtum, aðaleinkunn 8,63 er hæst dæmda kynbótahross ræktað af Sörlafélaga
  Ræktandi og eigendur: Daníel Jónsson og Lóa Dagmar Smáradótti.,
 • Árblakkur frá Laugasteini, aðaleinkunn 8,83 er hæst dæmda kynbótahross í eigum Sörlafélaga: Eigandi Daníel Jónsson  

 

 1. Kosning í nefndir

 

Ferðanefnd 2017 - 2018

 • Ásta Snorradóttir formaður
 • Arngrímur Svavarsson

Óskað er eftir fleirum

 

Fræðslunefnd 2017- 2018

 • Þórunn Þórarinsdóttir, formaður
 • Ása Björk Snorradóttir
 • Hanna Be
 • Sigríður Th Eiríksdóttir

 

Kynbótanefnd 2017-2018

 • Vilhjálmur Karl Haraldsson, formaður
 • Einar Valgeirsson
 • Helgi Jón Harðarsson
 • Oddný M. Jónsdóttir
 • Snorri R. Snorrason

Skemmtinefnd 2017-2018

 • Jón Angantýsson, formaður
 • Ása Dögg Aðalsteinsdóttir
 • Hafdís Erla 
 • Ragnar Ágústsson
 • Þórhallur Magnús Sverrisson

 

Krýsuvíkurnefnd:

 • Guðmundur Smári Guðmundsson formaður
 • Eyjólfur Þorsteinsson
 • Gunnar Ólafur Gunnarsson
 • Gunnar Þór
 • Pétur Ingi Pétursson
 • Sigríður Kristín Hafþórsdóttir

Kynbótanefnd:

 • Vilhjálmur Karl Haraldsson, formaður
 • Snorri Rafn Snorrason
 • Adolf Snæbjörnsson
 • Helgi Jón Harðarsson
 • Oddný Mekkin Jónsdóttir

Laganefnd:

 • Atli Már Ingólfsson, formaður
 • Darri Gunnarsson
 • Hafdís Arna Sigurðardóttir
 • Stefanía Sigurðardóttir

 

Mótanefnd:

 • NN, formaður – vantar formann
 • Einar Örn Þorkelsson
 • Eyrún Guðnadóttir
 • Jóhann Freyja Ásgeirsdóttir
 • Kristín Ingólfsdóttir
 • Lilja Hrund Pálsdóttir
 • Svandís Magnúsdóttir

Reiðveganefnd:

 • Eggert Hjartarson  formaður
 • Jón Ásmundsson
 • Jón Björn Hjálmarsson

Æskulýðsnefnd:

 • Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir formaður
 • Bjarnleifur Smári Gjarnleifsson
 • Björn Páll Angantýsson
 • Sara Dögg Björnsdóttir
 • Freyja Aðalsteinsdóttir
 • Jóhanna Ólafsdóttir

 

 1. Árgjald næsta ár

Tillaga frá stjórnar um óbreytt árgjaldið var samþykkta af fundarmönnum. 

 1. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinn.

 1. Önnur mál sem félagið varðar.

 

 1. Birgir Sigurjónsson:  Hvað á að gera varðandi göngu og reiðhjólastíginn þar sem hann þverar reiðstíginn.

Varaformaður: Það kom stjórn á óvart þegar vinnuvélar voru mættar á staðinn til að riðja.  En þessi stígur er búinn að vera á deiliskipulagi frá 2013.  Við höfum áhyggjur af þesssu hvað varðar öryggismálin.  En að öðrum kosti (fyrir utan þverunina) þá eru umferð gangandi og hjólandi komin fjær reiðstígnum.  Beina þarf umferð um einn reiðstíg.  Besta lausnin væri að fá undirgöng.  Verðum að fá bæinn til að gera allar þær ráðstafanir sem hægja á umferð. Bærinn hefur tekið vel í að tryggja öryggi allra vegfarenda þarna.  Við höfum komið með ýmsar leiðir s.s. að ekki sé malbikaður stígurinn þar sem reiðstígur þverar, setja þverhlið  Munum ekki sætta okkur við hraðbraut hjóla.  Höfum ekki fengið nákvæmlega útlistun frá bænum þar sem sá sem hefur umsjón með þessu er búinn að vera í sumarfríi í rúman mánuð.

 1. Oddný Mekkin.  Hefur eitthvað verið hugsað um að breikka Kaldársselsveg. 

Framkvæmdastjóri:  Ekki er það á dagskrá eins og er hjá bænum.  Þetta er vandamál á veturna en ef hann verður breikkaður er líklega að hraðinn aukist. 

 1. Oddný Mekkin: Verða göturnar í Sörla malbikaðar.

Framkvæmdastjóri:  Þessu var hafnað að hálfu Sörla hér áður fyrr. En ekkert verið í umræðunni síðan.

Formaður: Ef göturnar eru makbikaðiar þá er hætta að umferðarhraði aukist en það er eitt af því sem félagmenn hafa beðið okkur um að skoða þ.e. að finna leiðir að hægja á umferð.

 1. Jón Björn Hjálmarsson.  Varðandi nýja göngu og hjólastíginn þá væri möguleiki að takmarka hraðann ef reiðvegurinn sem þverar er merktur sem gangbraut þá þurfa hjólreiðamenn að leiða hjólin yfir.
   
 2. Formaður reiðveganefndar:  Reiðveganefnd fór á ráðstefnu hja LH um reiðvegi.  Þar voru Sæmundur og Halldór frá LH að kynna kortasjánna.  Legg það til að fræðslunefnd ásamt reiðveganefnd fái þá Sæmund og Halldór frá LH að kynna kortasjánna fyrir Sörlafélögum og kenna okkur kortasjánna.
   
 3. Helgi Jón Harðarson um stöðu á leigusamningum í Hlíðarþúfum en hann sagðist hafa komið seint á fundinn. Honum var tjáð staðan á þeim.
   
 4. Gunnar Hallgrímsson:  Hvernig er með hestaleigurnar sem eru hér í Sörla.  Hvað eru þær að skila til Sörla og hver er staðan á þeim málum.

  Framkvæmdastjóri: Nýir eigendur hjá Ishestum og Hraunhestar eru til sölu.  Búið er að funda með Íshestum.  Sörli færi mun fleiri hesta að láni mæli en áður.  Verið er að vinna að samningi milli Íshesta og Sörla.  Mikill vilji til að vinna saman frá báðum aðilum.  Hraunhestar hafa stutt Æskulýðsnefnd s.s. með hestum, starfsmönnum og hoppukastala og fleira.
   
 5. Jón Björn Hjálmarsson.  Hvað telur stjórn eðlilegt gjald hestaleiga til Sörla. Framkvæmdastjóri svara því til að Íshestar séu að greiða 450 þúsund á ári. Almenn umræða var um að fólki fannst þetta of lítið miðað við þá þjónustu sem þeir fá á Sörlasvæðinu.
   
 6. Jón Björn Hjálmarsson skorar á stjórn að sýna Íshestum meiri hörku í samningum.
   
 7. Helgi Jón Harðarsson: Það er mikill metnaður í nýjum eigendum Íshesta og þeir vilja hafa gott samstarf við Sörla og alla félagsmenn.  Viðskipti í gangi sem sýna hvaða metnaða þeir hafa sem hann getur ekki sagt frá.
   
 8. Sigríður Hafþórsdóttir:  Hefur verið hugað að því að fá nýtt beitiland fyrir Sörla t.d. svæði fyrir ofan Hlíðarþúfur.

  Framkvæmdastjóri:  Skógræktin á mjög mikið land og er það yfirleitt svarið sem Sörli fær þegar verið að er biðja um beitiland að skógræktin sé með það.

Tillaga:  Fundurinn beinir þeirri tillögu að stjórn skoði möguleika á fleiri beitarhólfum.

 1. Jón Björn Hjálmarsson  Það þarf að huga að reglum hvað varðandi fjölda hesta frá hestaleigunum sem fara saman í reiðtúr.  Huga verður meira að öryggismálum.  Þetta er stórhættulegt að svo margir óvanir séu í reiðtúr og jafnvel bara 2 leiðsögumenn sem ekki eru mjög vanir reiðmenn heldur.
   
 2. Oddný Mekkin: Við Sörlaskeið eru margir búnir að girða túnbletti fyrir aftan hesthúsin, setja þökur og bera áburð og beita hestunum sínum þar.  Má þetta?

Ingibergur Árnason:  Á korti má sjá að þetta er athafnasvæði Sörla.

Gunnar Hallgrímsson:  Það er til samkomulag undirritað af bænum og Sörla þar sem það er ritað að úthluta má ákveðnu svæði fyrir neðan Hlíðarþúfur til beitar og önnur beit eða beitarhólf á svæðinu er bönnuð.

Eggert Hjartarsson:  Það kemur að því að hafnarfjarðarbær muni taka niður þessar girðingar því þetta er bannað. 

NN:  Til viðbótar þessu þá vil ég nefna að mér finnst hræðilegt að horfa upp á hestana í þessum beitarhólfum þar sem ekkert gras er og þeir eru bara að narta í moldina.

Formaður: Það verður að taka á þessu og það er verðugt verkefni að finna beitarhólf fyrir félagsmenn Sörla

Um 60 félagsmenn sóttu fundinn.

Thelma þakkaði félagsmenn fyrir góðan fund og hlakkar til að vinna að málefnum Sörla á næsta ári.

 

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 31. október 2017 - 16:21
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 26. október 2017 - 20:00