Fundargerð

Efni:                                  Framhaldsaðalfundur Sörla

Fundur nr:                        2 – 2019

Staður og stund:              Sörlastaðir, þriðjudagurinn 19. Mars 2019.

Mættir stjórnarmenn:       Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Ásta Kara Sveinsdóttir

Áheyrnafulltrúi:                Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri Sörla

Fjarverandi:                      Valka Jónsdóttir, Stefnir Guðmundsson, Eggert Hjartason,

Thelma Víglundsdóttir

Ritari fundar:                    Ásta Kara Sveinsdóttir

 

Fyrirliggjandi dagskrá:

  • Kosning fundarstjóra og ritara og könnun á lögmæti fundarins.
  • Kynning, umræður og kosning um ársreikning félagsins fyrir árið 2018
  • Kosning um samþykktar lagabreytingar – sjá hér að neðan.
  • Kynning á stöðu byggingarmála reiðhallar
  • Heimild og samþykkt fyrir stjórn að leita samninga við Hafnarfjarðarbæ um byggingu reiðhallar.
  • Heimild fyrir stjórn Sörla til að taka lán til framkvæmda við byggingu reiðhallar, að fenginni viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar
  • Stofnun byggingarsjóðs
  • Önnur mál

 

1.Kosning fundarstjóra og ritara og könnun á lögmæti fundarins.

Fyrirfram var ákveðinn fundarstjóri, Darri Gunnarsson, er fjarverandi.

Arnór Snæbjörnsson var kosinn fundarstjóri.

Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti fundarins.

 

2. Kynning, umræður og kosning um ársreikning félagsins fyrir árið 2018

Gjaldkeri félagsins Kristín Þorgeirsdóttir kynnti ársreikninginn. Rekstrartekjur voru alls 39.124.135 krónur sem var hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 38.376.287 krónur. Skýringin á hækkun rekstrargjalda liggur í breytingum hjá félaginu og  viðhaldi/framkvæmdum sem lágu fyrir s.s. á velli, húsnæði og fl. Hagnaður á rekstri var því 780.276 kr. Eignir félagsins eru á árinu 60.529.695 krónur og skuldir og eigið fé félagsins samtals 60.529.695 krónur.

Formaður benti á að mjög ánægjulegt sé að veltan hjá félaginu hafi aukist mikið og skilar hagnaði þrátt fyrir miklar framkvæmdir og breytingar. Mikil fjárútlát hafi verið á árinu en samt er örlítill hagnaður þar sem að félagsmenn Sörla hafi verið duglegir við fjáraflanir.  Slíkt þurfi að halda áfram svo félagið nái að blómstra.

Formaður greindi frá því að núverandi samstarfs- og styrksamningur við Íshesta væri til endurskoðunar hjá bæði stjórn Sörla og hjá stjórnendum Íshesta.

 

3. Kosning um samþykktar lagabreytingar

Formaður fór yfir lagabreytingar sem lagðar höfðu verið fram á aðalfundi félagsins. Hann fór einnig yfir það að framkvæmdastjóri hafi bæði hitt formenn nefnda og sent á allar nefndir nýjar starfslýsingar nefnda. Þessar breytingar eru gerðar með það að markmiði að ná skýrari sýn varðandi starfsemi nefndanna og til þess að nefndarmenn geti nýtt hana sem leiðara í starfi sínu.

Lagabreytingarnar voru bornar upp til samþykktar og voru þær samþykktar af félagsmönnum.

 

4. Kynning á stöðu byggingarmála reiðhallar

Halldóra Einarsdóttir kynnti stöðu byggingar reiðhallar.

Fyrsti starfshópur um byggingu reiðhallar fékk óháðan aðila til að fara yfir/búa til kostnaðaráætlun. Unnið er að því að eignarhaldið verði 90% í eigu Hafnarfjarðarbæjar og 10% í eigu Sörla. Auk reiðhallarinnar er um að ræða félagshesthús og félagsaðstaða. Ræddur hefur verið möguleiki á að byrja á höllinni og bíða með annað í 1 til 2 ár en það þykir ekki ákjósanlegur kostur þar sem að Hestamannafélagið Sörli stefnir á öflugt barna- og unglingastarf í samráði við grunn- og framhaldsskóla bæjarins þar sem að þessi hluti aðstöðunnar gegnir lykilhlutverki. Auk þessa hefur Hestamannafélagið Sörli hug á að taka þátt í starfi með fötluðum í Hafnarfirði.

Formaður kynnti áform um að Sörli stofnaði svokallaðan byggingarsjóð og leggði í hann 10 milljónir af handbæru fé félagsins. Að auki yrði síðan óskað eftir fjárframlögum, bæði meðal fyrirtækja og einstaklinga.Það sem er verið að vinna í núna er að íbh og hafnarfjarðabær er ekki búin að undirrita samning um hvernig eignarhald á að skiptast í hafnarfjarðabær, það þarf að koma niðurstaða á það. Að auki var kynntur sá möguleiki að Sörli óskaði eftir láni fyrir framkvæmdunum, hjá viðskiptabanka sínum, með tryggingu frá Hafnarfjarðarbæ um greiðslu þess láns. Skrifleg samþykkt Hafnarfjarðarbæjar yrði þó að liggja fyrir um greiðsluna áður en slíkt lán yrði tekið.

Stefán Már Gunnlaugsson , félagsmaður Sörla auk þess sem hann situr í Skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðarbæjar, fór yfir mál varðandi reiðhöll og lóðir.

Sigurður Ævarsson lagði fram tillögu um að Sörli óskaði eftir að lóðunum yrði breytt þar sem að þær væru ætlaðar fyrir of stórar einingar. Undir þetta var tekið og ætlar stjórn að óska eftir þessum breytingum.

 

5. Heimild og samþykkt fyrir stjórn að leita samninga við Hafnarfjarðarbæ um byggingu reiðhallar

Formaður fór yfir samþykktir sem stjórn í samvinnu við bygginganefnd reiðhallar lagði fram varðandi byggingu reiðhallar.

Rök fyrir fyrstu samþykkt voru skýrar og komu fram í máli Halldóru Einarsdóttur varðandi framgang byggingarframkvæmdarinnar. Formaður leggur til að fundur samþykki byggingu nýrrar reiðhallar, félagsaðstöðu og félagshesthúss. 

Samþykktin hljóðar svo: ,,Framhaldsaðalfundar hestamannafélagsins Sörla sem haldinn er þriðjudaginn 19. mars 2019, samþykkir og heimilar stjórn félagsins að ganga til samninga við Hafnarfjarðarbæ og/eða verktaka um byggingu nýrrar reiðhallar, félagsaðstöðu og félagshesthúss á félagssvæði Sörla. Jafnframt heimilar félagsfundur stjórn félagsins að semja um að eignarhlutur félagsins í núverandi félagsaðstöðu og reiðskemmu verði metinn sem framlag Sörla í byggingarverkefninu.“

 Samþykktin var samþykkt einróma.

 

6.  Heimild fyrir stjórn Sörla til að taka lán til framkvæmda við byggingu reiðhallar, að fenginni viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar.

Heimild fyrir stjórn Sörla til að taka lán til framkvæmda við byggingu reiðhallar, að fenginni viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar.

Samþykktin hljóðar svo: ,,Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Sörla sem haldinn er þriðjudaginn 19. mars 2019 samþykkir að heimila stjórn félagsins að taka lán til byggingar nýrrar reiðhallar, félagsaðstöðu og félagshesthúss á félagssvæði Sörla allt að 1.200.000.000, eittþúsund og tvöhundruð milljónir króna. Stjórn má einungis taka lánið ef fyrir liggur fullnægjandi yfirlýsing eða skuldbinding af hálfu Hafnarfjarðarbæjar þess efnis að ekki komi til þess að félagið greiði lánið eða hafi af því kostnað á nokkurn hátt, heldur verði lánið greitt af Hafnarfjarðarbæ og tekið í samráði við bæjaryfirvöld.“

Samþykktin var samþykkt einróma.

 

7. Stofnun byggingasjóðs

Stofnun byggingarsjóðs nýrrar reiðhallar, félagsaðstöðu og félagshesthús.
Stjórn vill fá leyfi til að stofna byggingasjóð þar sem félagsmenn og aðrir styrktaraðilar geti lagt til fjármuni sem munu fara til byggingar nýrrar reiðhallar.

Samþykktin hljómar svo: ,,Framhaldsaðalfundar hestamannafélagsins Sörla sem haldinn er þriðjudaginn 19. mars 2019 samþykkir að heimilar stjórn félagsins að stofna byggingarsjóð vegna byggingar nýrrar reiðhallar, félagsaðstöðu og félagshesthúss á félagssvæði Sörla. Fundurinn heimilar stjórn félagsins að leggja til sjóðsins 10.000.000,- tíu milljónir króna, af handbæru fé félagsins. Fjármununum skal einungis varið til þessa verkefnis. Fundurinn felur stjórn jafnframt að standa fyrir söfnun meðal félagsmanna, almennings og fyrirtækja vegna byggingaráformanna eftir nánara fyrirkomulagi sem stjórn félagsins ákveður. „

Samþykktin var samþykkt einróma.

 

8. Önnur mál.

Ekki var óskað eftir að fjallað yrði um önnur mál.

Fundi slitið kl. 21.30

 

Samþykkt,

dags: 28. mars 2019

fyrir hönd stjórnar,

Atli Már Ingólfsson, formaður
Ásta Kara Sveinsdóttir, ritari fundar

 

 

Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 30. mars 2019 - 12:14
Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 30. mars 2019 - 12:14