Fundurinn settur kl. 18:00.

  1. Fundargerðir síðastu funda samþykktar.
  2. Heimasíða. Síðan er í vinnslu og verður opnuð sjöunda febrúar 2014, á afmælisdeginum.
  3. Gólfefni. Stjórnin samþykkir að velja gólfdúk á efri hæð Sörlastaða. Þ.e. á veislusalinn og nýja kvistinn. Valið er út frá verði og ráðum fagmanna. Jón Vídalín ( Onni ) dúklagningarmaður býðst til að vinna verkið með Sörlastaðanefndinni fyrir lítið.
  4. Í.B.H. – fulltrúi. Þórunn Ansnes, verður aðalfulltrúi Sörla hjá ÍBH og hefur þeim verið tilkynnt það.
  5. Málningarvinna. Stefnt er á að hægt verði að byrja að mála veislusalinn og hluta nýbygginar í byrjun janúar 2014. Verður hóað í sjálfboðaliða til að koma í það verk.
  6. Vetrardagskrá. Nokkarar breytingar hafa verið gerðar frá vinnuplaggi og fer dagskráin í prentun fljótlega og svo í dreyfingu. Dagskráin samþykkt af stjórn Sörla. Hún verður borin í hús af stjórnarmönnum.
  7. Deiliskipulag. Enn verið að vinna í því.
  8. Íslandsbanki. Stjórnin ekki sátt við viðbrögð Íslandsbanka, eftir að bankinn gerðu mistök við innheimtu félagsgjalda. Ásgeir og Þórunn munu halda áfram að vinna í þessu máli, með von um hagstæðari útkomu fyrir Sörla.
  9. Íslandsmót 2014. Undirbúningur í gangi. M.a. unnið að fjáröflun.
  10. Önnur mál. Rætt um endurmat á eignum Sörla og í framhaldi af því endurnýjun á samningi við Hafnarfjarðarbæ. Haraldur tekur að sér að skoða hvernig þetta mál stendur hjá bænum og ýta á að það verði klárað.

Formaður Æskulýðsnefndar mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála. Gagnlegt fyrir báða aðila.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:31

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 11. desember 2013 - 18:00
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 11. desember 2013 - 18:00
Frá: 
Vettvangur: