STJÓRNARFUNDUR Í SÖRLA.      12 maí 2014   

11. fundur. 

Fundurinn settur kl. 20,00

1.       Fundargerð síðasta fundar samþykkt, eftir að athugsemdir höfðu verið gerðar og fundargerð löguð.

2.       Sörlastaðir.  Starfsmaður í fríi og reiðhöll í slæmu standi.  Eggert og Magnús formaður fóru í málið og gerðu margt af því sem starfsmaður átti að gera.  Stjórn Sörla haramar þessa stöðu.    

3.       Samningar við Hafnarfjarðarbæ.  Eftir fund með bænum er ljóst að engar hækkanir koma til á þessu ári, enda fjárhagsáætlun löngu frá gengin.  Sörli finnur fyrir jákvæðni fyrir hækkun rekstrarstyrks fyrir árið 2015.  Í haust mun Sörli leggja fram frekari rök fyrir því að rekstrarstyrkur  þurfi að hækka.

4.       Reiðskóli.  Íshestar sjá um reiðskóla og verður tilhögun í stórum dráttum eins og verið hefur.  Sörli mun laga girðingu fyrir beitarhólf reiðskólahestanna.

5.       Vellir.  Laga og mála þarf girðingar á keppnisvelli.  Bæjarstarfsmenn koma að verkinu.  Eins þarf að laga nettengingu.  Hugmynd að koma á vinnukvöldi við vellina.

6.       Keppnisjakkar.  Nokkrar hugmyndir komu upp, um hvernig best yrði staðið að stóra jakkamálinu. 

6a. Þeir sem keppa kaupi sína jakka sjálfir í gegnum Sörla.

6b. Sörli ætti 2 jakka í hverri stærð og lánaði þá út.

6c. Hægt er að leigja jakka í Ástund og Sörli skaffar merkin.

6d. Sörli selur þá jakka sem til eru .

                                                              Stjórnin mælir með leið 6a, 6c og 6d.

7.       Önnur mál.  Ásgeir ræddi hugmynd að beitarhólfi í upplandi Hafnarfjarðar.  Hann mun ræða við Magnús Gunnarsson, formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Spurt var hver væri staðan í útleigu á Sörlastöðum.  Fram kom að ekki væri mikil eftirspurn þar.  Jafnframt kom fram að framkvæmd á útleigu er erfið og flókin.  E.t.v. væri heppilegast að leigja sem minnst út.

 

 

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21,30

Mættir:  Magnús, Thelma , Þórunn,  Sigurður, Ásgeir  og Haraldur.  Eggert borðar forföll.

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 12. maí 2014 - 18:00
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 12. maí 2014 - 18:00
Frá: 
Vettvangur: