Stjórnarfundur 14. des. kl. 20:00. Mættir voru: Páll Ólafsson, Ásgeir Margeirsson, Hlynur Árnason, Eggert Hjartarson, Sigurður Ævarsson, Arnór Hlynsson

1.      Drög að rekstrar- og þjónustusamningum við Hafnarfjarðarbæ Fyrir liggur að Hafnarfjarðarbær er að gera nýja rekstrar- og þjónustusamninga við íþróttafélögin í bænum. Farið var yfir drög að samningum frá Hafnarfjarðarbæ. Samningarnir eru talsvert frábrugnir þeim eldri. Nýjir samningar miða að skerðingu á fjárframlögum við Sörla. Jafnframt eru einnig ákveðnir kostir við nýju samningana

2.      Drög að bréfi til Hafnarfjarðarbæjar varðandi snjómokstur

Þórunn lagði fram drög að bréfi til bæjarstjóra varðandi snjómokstur á reiðgötum, þar sem farið er fram á að bærinn taki þátt í kostnaði við snjómoksturinn. Ákveðið var að Þórunn og Sigurður færu á fund bæjarstjóra með bréfið.

3.      Íshestar: Beiðni um að taka reiðhöll á leigu við sérstakar aðstæður. Hugmynd að samningi við íshesta vegna viðhalds og snjómoksturs á reiðvegum. Ákveðið var að verða ekki við beiðni Íshesta um leigu á reiðhöll. Aftur á móti var ákveðið að funda með þeim vegna snjómoksturs og viðhalds á reiðvegum.

4.      Deiliskipulagið: Bið var á greinargerð frá skóræktinni, sem nú er komin og verður málið tekið fyrir á þriðjudagsmorgun hjá byggingar-og skipulagsráði.

5.      Breyting á samningum v/ öryggiskerfis Samningar hafa verið gerðir við Securitas vegna öryggiskerfis á Sörlastöðum. Náðst hafa talsvert hagstæðari samningar við þá en Öryggismiðstöðina.

6.      Bréf frá Hafn. vegna þakplatna í Hlíðarþúfum. Kvörtun barst frá bænum vegna viðhalds á þakplötum á hesthúsum við Kaldárselsveg.

7.      Námskeið: Eyjólfur Ísólfsson. Ákveðið var að auglýsa aftur námskeiðið með Eyjólfi til að fylla í auð sæti.

8.      Páll  gerð grein fyrir formannafundi sem var hjá Herði. Enn er mikið rætt um samvinnu félaganna. Sameiginlegt jólaball veður haldið í Sprett. Einnig  verða sameiginlegir fyrirlestrar og sýnikennslur á vegum félaganna í vetur.

9.      Vetrardagskráin. Rætt var um kostnað við að plasta og prenta dagskránna.

10.   Önnur mál. Þórunn var búin að kanna verð á hljóðkerfi innanhúss og mun það kosta um 600.000 kr. Áveðið var að leiga hljóðkerfi á mótum sem haldin eru utandyra.

Fundi slitið kl. 23:00

 

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 2. febrúar 2016 - 11:07
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 14. desember 2015 - 11:04
Vettvangur: