Stjórnarfundur 18. maí 2015

Mættir: Páll Ólafsson, Eggert Hjartarson, Ásgeir Margeirsson, Sigurður Ævarsson, Hlynur Árnason, Thelma Viglundsdóttir og Þórunn Ansnes. Fundinn ritaði Þórunn

Stjórn hafði samþykkt milli stjórnarfunda að láta hefla og setja nýtt efni í reiðvelli fyrir keppnistímabilið. Vellirnir komu vel út á íÞróttamótinu, en mikil vinna fór í að vökva, slóðadraga og valta þá.

Kynbótasýningar byrja ekki fyrr en á miðvikudeginum 20. maí til og með 23. maí. Vinna þarf völlinn vel fyrir það og gera breytingar á reiðhöll.

Eggert afhenti stjórn beiðni frá Húseigendafélagi Hlíðarþúfna þess efnis að félagið myndi styrkja Hlíðarþúfur í framkvæmd vegna reiðgerðis. Stórn tók vel í erindið en bað um ferst til að ákveða fjárhæð þar sem ekki var búið að ganga frá uppgjöri vegna reiðhallargólfs og framkvæmda við keppnisvelli.

Fundi slitið 21:30

Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 5. október 2015 - 16:37 to miðvikudaginn, 7. október 2015 - 16:37
Vettvangur: