STJÓRNARFUNDUR Í SÖRLA.      26. maí 2014   

12.  fundur. 

Fundurinn settur kl. 18,00

1.       Fundargerð síðasta fundar samþykkt, eftir að athugsemdir höfðu verið gerðar og fundargerð löguð.

2.       Sörlastaðir.  Kynbótasyning og æfingar Sörlafélaga fyrir Landsmót, skarast.   Þegar kynbótasýningin var ákveðin láðist að athuga hvort aðrir viðburðir væru bókaðir.

3.       Samningar við Hafnarfjarðarbæ ganga nokkuð vel  og verður m.a. næsti fundur út af því máli 27 maí.

4.       Kynbótasýningar.  Sörli hljóp í skarðið þegar ekki var hægt að halda sýningu sem vera átti á Selfossi. 

5.       Kepppnisjakkar.  Stjórnin leggur til að jakkar í eigu Sörla verði seldir félagsmönnum.   Utanumhalda á keppnisjökkum er mjög flókið mál og oft viðkvæmt.  Það væri því gott fyrir áhugamannafélag sem Sörla að komast út úr að sjá um þessi jakkamál.

6.       Landsmót.  Magnús Sigurjónsson formaður Sörla hefur sótt um að fá að dæma á Landsmóti.  Upp kom andstaða frá Fáki og Spretti.  Til að lenda þessu máli kemur til greina að formaður víki  sæti .   Stjórn Sörla samþykkir að Magnús víki sem formaður ef það mætti verða til að málið leystist.  Thelma  Víglundsdóttir, verður því formaður  Sörla frá og með 27. Maí til 15. Júlí 2014.

7.       Önnur mál. Slóði sem er í eigu Sörla, hefur látið mikið á sjá.  Eggert mun taka að sér að koma honum í lag og jafnframt gera á honum endurbætur, svo hann nýtist betur. 

Lagt var fram bréf frá Æskulýðsnefnd vega ráðstöfun peninga sem nefndin heldur utan um.

Eggert spurðist fyrir um þau beitarhólf sem búið er að girða og útbúa fyrir neðan Kaldárselsveginn við Hlíðarþúfur, sem með leyfi Sörla.  Formaður svaraði að svo væri.

Eggert nefndi líka að tímabært væri að laga reiðgerðið  sem er utan við  Sörlastaði.  Timbrið er fúið og víða að hruni komið.

Fram kom líka að í maí hafi verið keppt í rallíi á bílum á gamla Kaldárselsveginum.  Þetta  er vegur sem  hestamenn hafa notað og hefði því vel getað hlotist af slys.  Engin tilkynning barst Sörla vegna þessa máls.  Haraldur mun skoða málið.

Mjög aðkallandi er að laga rið í þaki Sörlastaða og svo 5 glugga.  Þetta er forgangsverkefni.

 

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19,40

Mættir:  Magnús, Thelma , Þórunn,  Sigurður, Eggert  og Haraldur.  Ásgeir,  borðar forföll.

 

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 26. maí 2014 - 18:00
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 26. maí 2014 - 18:00
Frá: 
Vettvangur: