Stjórnarfundur Sörla        nr. 13 - 2017 Sörlastaðir, þriðjudagur 2. maí 2017

Mættir:                      Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Þórunn Ansnes, Eggert Hjartarson

Fjarverandi:             Einar Örn Þorkelsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir

Gestir:                        Gunnar Kjartansson og Magnús Scheving

Ritari fundar:           Valka Jónsdóttir

Gunnar Kjartansson og Magnús Scheving Thorsteinsson nýir eigendur Íshesta komu í heimsókn til að ræða ýmis sameiginleg málefni Sörla og Íshesta.

Rætt var um mögulegt samstarf á breiðum vettvangi sem dæmi reiðskóli fyrir börn, mótshald s.s. gæðingaveisla í ágúst, álag á reiðvegum og viðhald þeirra og umhverfismál, tiltekt og viðhald á húsum og svæði Íshesta.

Fundarmenn voru sammála um að vinna að sameiginlegum hagsmunum.  Var ákveðið að bjóða bæjarstjóra og öðrum bæjarfulltrúum í heimsókn til Sörla og Íshesta.  Markmiðið er að sína þeim svæðið og aðstöðuna, bjóða þeim jafnvel á bak og auka samtalið við bæinn.

Fundi slitið kl. 21

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 9. maí 2017 - 15:59
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 2. maí 2017 - 19:30