Stjórnarfundur Sörla 22.8 2016 kl. 20:00

Mættir voru: Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Sigurður Ævarsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes Forföll boðuðu: Ásgeir Margersson og Arnór Hlynsson. Þórunn ritaði fundargerð

Nefndargrill – ákveðið var að halda nefndargrill 30. september.

Aðalfundur var ákveðinn 20. október. Þórunni var falið að auglýsa eftir fólki í nefndir félagsins.

Þórunn greindi frá fundi með æskulýðsnefnd þar sem rætt var um haustnámskeið fyrir börn og unglinga með það í huga að styrkur frá Alcan og Hafnarfjarðarbæ færi í að sjá börnum fyrir hesthúsplássi og fóðri meðan á námskeiði stæði. Ákveðið var að halda áfram þeirri vinnu með æskulýðsmefnd.

Rætt var um komandi þing Landssambands hestamanna, ekki var komið kjörbréf sem greindi á um fjölda þingmanna frá Sörla.

Ákveðið var að halda félagsfund 5. september til að ræða hugmyndir varðandi vetrarstarf Sörla.

Símtal og bréf barst formanni frá Aganefnd LH þar sem farið var fram á stjórn Sörla myndi klára mál nr.2/2015. Stórnin samþykkti að verða við því. Þórunni var falið að skrifa formlegt bréf til Aganenfdar LH þar sem Stjón Sörla samþykkir að verða við beiðninni ásamt því að bera fram kvörtun vegna skorts á samskiptum varðandi framkvæmd málsins og einnig að birta ekki öllum aðilum málsins dóminn.

fundi slitið 21:30

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 1. september 2016 - 15:28
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 22. september 2016 - 20:00