Stjórnarfundur Sörla 12-2017. Sörlastaðir, mánudagur, 27. mars 2017

Mættir:                      Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson, Þórunn Ansnes, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Eggert Hjartarson                   

Ritari fundar:           Valka Jónsdóttir

Skráarnafn:              12 - Fundargerð stjórnar Sörla. nr. 12, 27. mars 2017

 1. Framhaldsaðalfundur verður haldinn 4. apríl kl. 20.  Auglýst á Sörlavefnum og öðrum hestamiðlum.
 2. Ákveðið að láta laga battana í reiðhöll, setja upp spegla og laga leka. 
 3. Ákveðið að fara í keppnisvellina og endurbæta þá.
 4. Ræða þarf við Hafnarfjarðarbæ vegna kostnaðar á viðgerð í reiðhöll og útisvæði.  Framkvæmdastjóri, Einar og Eggert munu fara á fund með bænum.
 5. Búið er að hafa samband við eiganda númerslausa vörubílinn sem er á kerrusvæði Sörla.  Hann mun fjarlæga bílinn innan tveggja vikna.
 6. Vorfundur nefndarformanna þann 4. apríl kl. 19.00
 7. Þarf að hefla Sörlaskeið.  Haft verður samband við Hafnarfjarðarbæ vegna þessa.
 8. Skafa þarf ofan af skeiðbrautinni - Framkvæmdastjóri hefur samband við aðila til að vinna að þessu.
 9. IBH þingið verður haldið 20. maí.  Fyrir þann tíma þarf að liggja fyrir rekstar- og efnahagsreikningur Sörla.
 10. Bæta þarf efni inn í reiðhöll.  Bætt var í haust 8 rúmmetrum í haust og svo var bætt við 27 böllum fyrir nokkrum vikum.  Kaupa á meira efni og fer Eggert í það mál.
 11. Dymbilvikusýningin. Framkvæmdastjóri hefur samband við kynbótanefnd Sörla.
 12. Hitta þarf nýja eigendur Íshesta.  Atli tekur að sér að boða þá til fundar.
 13. Laga þarf reiðvegi.  Eggert hefur samband við Hafnarfjarðarbæ til að fara í þá vinnu.

Fundi slitið kl. 21

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 4. maí 2017 - 23:00
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 27. mars 2017 - 18:30