Stjórnarfundur Sörla  29. desember 2016 kl. 19:30

Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes.

Forföll boðuðu: Valka Jónsdóttir og Hanna Rún Ingibergsdóttir.

Þórunn ritaði fundinn

Rætt var um rekstrarsamning við Hafnarfjarðarbæ sem ekki hefur verið kláraður og ákveðið að óska eftir fundi með bæjarstjóra í byrjun janúar.

Eggert hafði fengið verðtilboð í spegla fyrir reiðhöll. Ekki tekin afstaða um kaup á speglum.

Hugmynd kom frá Eggerti að bjóða börnum flóttamanna í heimsókn í Sörla og á hestbak, stjórn tók vel í þessa hugmynd.

Rætt var um að taka til í og við gám félagsins við reiðhöllina.

Ákveðið var að halda stjónarfund fyrir miðjan janúar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:30

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 10. janúar 2017 - 14:16
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 10. janúar 2017 - 14:16