Stjórnarfundur Sörla

Fundur nr.: 7 – 2017

Staður og stund: Sörlastaðir, mánudagur, 30. janúar 2017

Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Þórunn Ansnes, Eggert Hjartarson, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson

Fjarverandi: Hanna Rún Ingibergsdóttir

Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

 

Rekstrarsamningur

Samningur við Hafnarfjarðarbæ er tilbúinn til undirritunar.  Er hann á pari við fyrra ár en að auki fékkst aukafjárveiting fyrir eldvarnargluggum á Sörlastöðum og fyrir viðhaldi á reiðhöll vegna leka.  

Myndavél.
Sörli hefur fengið gefins myndavél frá Ljósmyndavörum hf.  Hún er ryk-, vatns- og höggheld.  Hún er ætluð fyrir nefndir til að taka myndir af viðburðum svo Sörli geti haldið utan um sögu hvers ár í myndum og auðvelda utanumhald og vera með skemmtilegt myndaefni með fréttaflutning frá viðburðum.

Verkefni og áherslur 2017
Farið var í hugarflugsvinnu varðandi verkefni og áherslur ársins.  Margar góðar hugmyndir fæddust og var byrjað að forgangsraða verkefnunum.  Þeirri vinnu er ekki lokið.

Önnur mál

Ásgeir Margeirsson kemur á fund stjórnar 13. febrúar til að ræða verkefni sem hann hefur stýrt um byggingu nýrrar reiðhallar.

Félögum í lávarðardeildinni verður boðið á stjórnarfund 27. febrúar.

Flóttamenn búsettir í Hafnarfirði koma í heimsókn þann sunnudaginn 26. febrúar.

 

Fundi slitið kl. 22

 

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 14. febrúar 2017 - 9:23
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 30. janúar 2017 - 9:23