Stjórnarfundur Sörla - Fundur nr. 9

 • Staður og stund: Sörlastaðir, mánudagur 6. september
 • Mættir stjórnarmenn: Valka Jónsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson og  Eggert Hjartarson,
 • Áheyrnarfulltrúi:
 • Fjarverandi: Hanna Rún Ingibergsdóttir
 • Ritari fundar: Valka Jónsdóttir


Dagskrá:

 • Starf framkvæmdastjóra
 • Skipting verkefna framkvæmdastjóra á stjórnarmeðlimi
 • Landsþing - þingfulltrúar
 • Nefndargrill
 • Námskeið
 • Bókhald
 • Undirbúningur fyrir aðalfund
 • Önnur mál


Fundargerð

- Rætt var um starf framkvæmdastjóra og undirbúningur hafinn fyrir leit að nýjum starfsmanni.

- Verkefni sem eru í gangi var skipt niður á stjórnarmeðlimi eins og hægt er.

- Ákveðið var hverjir fara á Landsþing fyrir hönd Sörla. En Landsþingið verður haldið á Akureyri 11. til 12 okt. nk.  Mjög margir nefndarmenn óskuðu eftir að fara og komast færri en vilja.

- Ákveðið að hafa nefndargrill 28. sept. nk.  Nefndarfólki er boðið sem og öðrum sjálfboðaliðum  sem hafa unnið fyrir félagið á árinu

- Bókleg námskeið knapamerkja verða haldin í haust sem og verklegt knapamerki 1.  
Önnur verkleg knapamerki verð kennd á vorönn. Reiðmaður 1 árið verður kennt 2018 - 2019.
Hestafjör framhald 3 verður haldið.  
Gert er ráð fyrir að boðið verður upp á hestafjör byrjendur og framhald 2. Búið er að fá lánaða 6 hesta frá Íshestum fyrir börn sem hafa ekki aðgang að hestum.

- Gjaldkeri félagsins mun taka saman bókhaldið og sjá um greiðslur reikninga. Búið er að segja upp bókhaldsskrifstofunni sem sá um bókhald Sörla. Búið er að ráða nýjan bókara.

-Undirbúningur hafin fyrir aðalfund.  Ekki alveg búið að negla niður dagsetningu.

 

Önnur mál.

 • Ákveðið að fá tilboð í að laga gólf í reiðhöll svo það sé klárt fyrir kennslu haustsins.
 • Kynningafundur var haldinn fyrir fulltrúa ÍTH um fyrirhugaða reiðhallarbyggingu og sá formaður byggingarnefndar um kynninguna.  Almenn ánægja var með kynninguna.
 • Ákveðið að kalla til rýnifunds, fagaðila og keppenda til að ræða mögulega breytingu á skeiðbraut og framkvæmd á því.
 • Formaður og varaformaður greindu frá fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar sem fjallað var um reiðhallarbyggingu.  Þar kom fram að starfshópur verður skipaður um framkvæmd reiðhallarinnar. Í starfshópnum mun verða formaður byggingarnefndar Sörla, aðilar frá minnihluta og meirihluta bæjarstjórnar og einn fulltrúi frá stjórn.

Fundi slitið kl. 23.30

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 7. september 2018 - 15:37
Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 7. september 2018 - 15:37