Stjórnarfundur Sörla - Fundur nr. 10

 • Staður og stund: Sörlastaðir, mánudagur 1. október 2018
 • Mættir stjórnarmenn: Valka Jónsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson og  Eggert Hjartarson,
 • Áheyrnarfulltrúi:
 • Fjarverandi: Hanna Rún Ingibergsdóttir
 • Ritari fundar: Valka Jónsdóttir

Dagskrá:

 1. Starf framkvæmdastjóra
 2. Landsþing - þingfulltrúar
 3. Nefndargrill
 4. Námskeið
 5. Bókhald
 6. Undirbúningur fyrir aðalfund
 7. Skeiðbraut
 8. Önnur mál

Fundargerð

1. Ráðið hefur verið í starf framkvæmdastjóra. Sigríður Kristín Hafþórsdóttir er ráðin.  Hún mun hefja störf í síðasta lagi 2. janúar 2019. Hún mun byrja að kynna sér starfið eitthvað áður þegar hún hefur tækifæri til. Tilkynning um ráðningu verður sett á netið á morgun 2. október. Haft hefur verið samband við alla umsækjendur um starfið og þeir látnir vita. Mikið rætt um starf framkvæmdastjóra, breytingar og áherslur, samskipti hans við nefndir og utanumhald um fjármál og skil.

2. Þingfulltrúar Sörla verða boðaðir á fund í næstu viku til að fara yfir tillögur sem liggja fyrir þingið en Landsþingið verður haldið 11. til 12. okt. nk. Stjórnarmenn og aðrir þingfulltrúar beðnir um að kynna sér tillögur á vef LH fyrir fund með þingfulltrúum Sörla.

3. Nefndargrill var haldið föstudaginn 28. sept.  Það mættu um 40 manns, færri en boðuðu sig. Grillvagninn sá um matinn og var hann frábær. Skemmtilegt kvöld þar sem mikið var spjallað og rætt saman.

4. Námskeið í knapamerki 1 og hestafjöri eru í fullum gangi og ganga vel. Undirbúningur fyrir fleiri námskeið er hafinn. Reiðmaðurinn 1 árið fór af stað 21. september. Bókleg knapamerki 4 og 5 eru að hefjast fljótlega.

5. Búið er að kalla eftir bókhaldi og reikninga frá öllum nefndum.  Flestir búnir að skila en það hefur gengið hægt að fá bókhaldið frá sumum nefndum.  Búið að ítreka við formenn og gjaldkera þeirra nefnda.

6. Undirbúningur hafin fyrir aðalfund.  Fundurinn verður haldinn 25. október nk. og verður hann auglýstur fljótlega.

7. Haldinn var fundur með fagaðilum og keppendum til að ræða mögulega breytingu á skeiðbraut og framkvæmd. Upplýst var að haft hefur verið samband við aðila vegna upplýsinga um efni á skeiðbrautum sem reynst hafa vel. Ræða á nánar við atvinnumenn sem reynslu hafa af brautum í sýningum kynbótahrossa og gæðingakeppni. Fyrir liggur að kanna val á efni og verð á næstu dögum og afla tilboðs í verkið

Fundi slitið kl. 22.00

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 2. október 2018 - 11:32
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 2. október 2018 - 11:32 to miðvikudaginn, 3. október 2018 - 11:32