Sörlastaðir, þriðjudagur 26. febrúar kl. 19.30
Mættir stjórnarmenn: Hanna Rún Ingibergsdóttir, Valka Jónsdóttir, Eggert Hjartarson, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson
Áheyrnarfulltrúi: Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Einar Örn Þorkelsson
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Dagskrá:
1. Umsækjendur / tilnefningar í vinnuhóp um byggingu reiðhallar
2. Lóðarleigusamningar við Hlíðarþúfur.
3. Íþróttadagar í Hafnarfirði og fl. frá IBH.
4. Upplýsingar frá fundi vegna eignaskiptasamninga.
5. Ákvörðun um framhaldsaðalfund Sörla
6. Upplýsingar frá fundi vegna andmæla við nýtt deiliskipulag Sörlastaða.
7. Samstarfssamningur við Íshesta.
8. Önnur mál


1. Vinnuhópur um byggingu reiðhallar
Margar umsóknir og tilnefningar bárust, allt mjög frambærilegt fólk. Ákveðið var að velja fimm aðila til starfa í vinnuhópinn til að byrja með en það er ljóst að fleiri þurfa að koma að þessu verki á seinni stigum. Í vinnuhópinn voru valdir

  • Halldóra Einarsdóttir, formaður nefndarinnar. Sviðsstjóri fjármála- og viðskiptasviðs hjá byggingarfélaginu Eykt.
  • Ásgeir Margeirsson, byggingaverkfræðingur, forstjóri HS Orku.
  • Haraldur Þór Ólason, forstjóri og eigandi Furu ehf.
  • Hrund Einarsdóttir, eigandi Hanna Verkfræðistofu, byggingaverkfræðingur og sérfræðingur í burðarþoli.
  • Sævar Þorbjörnsson, byggingaverkfræðingur hjá JE Skjanna ehf.

Framkvæmdastjóri mun hafa samband við alla hlutaðeigandi og láta þá vita af niðurstöðunni.


2. Lóðaleigusamningar við Hlíðarþúfur
Lóðaleigusamningar við Hlíðarþúfur voru samþykktir umbúðalaust í bæjarráði og fara ekki til umsagnar Sörla. Stjórn fagnar því að þetta mál sé í höfn. Samningarnir fara fyrir bæjarstjórn 28. febrúar til staðfestingar. Svo fara þeir fyrir bæjarstjóra til undirritunar. Sörli verður ekki lengur leigutaki fyrir lóðunum heldur verða þinglýstir eigendur hesthúsana leigutakar lóðar. Stjórn mun senda tvær fyrirspurnir eða ábendingar. Annað tengist lóðamörk Sörlasvæðis við gamla hringgerðið við 100 hringinn í Hlíðarþúfum en það virðist ekki vera lengur á athafnasvæði Sörla og hitt tengist gr. 10 um lok leigusamnings.
Hér má sjá fundargerð bæjarráðs, mál nr. 5
( https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/fundargerdir/DisplayMeeting.asp... )


3. Íþróttadagar í Hafnarfirði og fleira frá ÍBH

  • Framkvæmdastjóri Sörla er í nefnd á vegum ÍBH um viðbrögð við einelti/áreitni og ofbeldi. IBh hefur óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær stofni fagráð sem mun sjá um að taka á þessum málum sem
  • upp koma á vegum íþróttafélaga bæjarins.
  • Bjartir dagar í Hafnarfirði verða dagana 18. - 22. apríl. Þá munu fara fram íþróttakynningar. Sörli tekur þátt í því. Útfæra þarf það nú í mars.
  • Fulltrúaráðsfundur hjá ÍBH er þann 5. maí og megum við senda tvo fulltrúa á þann fund.

4. Upplýsingar frá fundi vegna eignaskiptasamninga
Búið er að skrá seta alla þá vinnu sem Sörli hefur lagt til í framkvæmdum á Sörlasvæðinu


5. Framhaldsaðalfundur
Ákveðið er að halda framhaldsaðalfund Sörla þann 22. mars nk.


6. Athugasemdir félagsmanna við Sörlaskeið vegna deiliskipulags við Sörlastaði
Á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 9. febrúar sl. nr. 642 var tekið fyrir athugasemdir
nokkurra eigenda að húsum nr. 9, 11 og 13. Deiliskipulagið og bréf frá eigendum má í fundargerð á vef hafnarfjarðarbæjar, mál nr. 4(https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/fundargerdir/DisplayMeeting.asp... ). Niðurstaða fundarins var að skoða umferðarmál hverfisins heilstætt en annar fundur er
áætlaður þann 1. mars nk. Það er ljóst að þessar athugasemdir munu tefja samþykktarferlið og gæti gert það að verkum að fjárveitingar fáist ekki fyrir reiðhöll á næstunni.


7. Samstarfssamningur við Íshesta.
Atli lagði fram breytingar á samstarfssamningi við Íshesta. Ekki náðist að fara yfir hann að
öllu leiti og verður hann til skoðunar aftur á næsta stjórnarfundi.


8 Önnur mál
Skemmtileg helgi að baki þrátt fyrir afleitt veður.
● Súpuhádegi með 60+ var vel heppnað, fámennt en góðmennt og er komið til að vera reglulegur viðburður
● Folaldasýningin gekk vel, kynnirinn var frábær og var þetta hin besta skemmtun. Fær kynbótanefndin þakkir fyrir
● Grímuleikarnir tókust afburða vel. Ótrúlega margir pollar mættu prúðbúnir og glæsilegir. Fín þátttaka var í eldri flokkunum og margir flottir búningar. Enn fleiri börn í grímubúningum voru svo mætt til að slá köttinn úr sekknum þótt þau tóku ekki þátt í grímutöltinu sjálfu og varð úr hin mesta skemmtun. Þetta var frumraun og mæltist vel fyrir og er ljóst að blandaðir viðburðir með og án hesta er eitthvað sem
ætti að gera meira af til að fá fleiri börn. Þakkir til Æskulýðsnefndarinnar fyrir frábæra skemmtun.

Fundi slitið 22:30

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 28. febrúar 2018 - 14:18
Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 9. mars 2018 - 14:18 to laugardaginn, 10. mars 2018 - 14:18