Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 11. janúar 2019 - 19:30

Langar þig að bæta ásetuna? Öðlast betri skilning á samspili ábendinga? Og verða betri knapi fyrir hestinn þinn?

Námskeiðið samanstendur af:

  • Fyrirlestri
  • Ásetutímum á baki
  • Sérhæfðum Pilates tímum fyrir knapa

Námskeiðið hefst á föstudagskvöldi með fyrirlestri. Fyrir hádegi á laugardegi og sunnudegi eru gerðar pilatesæfingar og farið yfir ásetu. Eftir hádegi eru síðan ásetutímar á baki. 

Pilates for Dressage er þjálfunarkerfi fyrir knapa. Hannað til þess að hjálpa knapanum að öðlast betri skilning á ásetu og stjórnun. Hvernig á að nota líkamann á baki til þess að, gefa skýrar ábendingar, bæta ásetu, sem og að auka öryggi ásetu. Það stuðlar að betri líkamsbeitingu sem getur minnkað verki eða þeir horfið með öllu. Kerfið er mjög nákvæmt og einstaklingsmiðað.

Verð 22.000 kr.

Skráningu er lokið, námskeiðið er orðið fullt, þeir sem vilja láta skrá sig á biðlista sendið tölvupóst á sorli@sorli.is 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll