Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 3. febrúar 2018 - 8:30

Vegna gífurlegra vinsælda í fyrra, bjóðum við aftur upp á helgarnámskeið með Benedikt Líndal 3. og 4. febrúar n.k.

  • 1.dagur: Tveir verklegir tímar með 2 knöpum inná í einu - 50 mínútur hver og einn bóklegur tími.
  • 2.dagur: Einn verklegur einkatími 40 mínútur ásamt einum bóklegum.

Fyrstu nemendur byrja kl. 8:30 á laugardagsmorgun og svo eru 10 mín. pásur á milli hópa. Matarpása í hádeginu og svo bóklegur tími strax þar á eftir (ca.40 mín.) og síðan áfram verklegt  þar til allir eru búnir. Á sunnudag er byrjað kl 9:00 og bóklegur tími eftir hádegið.

Hámarksfjöldi 8 knapar. Benni lofar fjölbreyttu og skemmtilegu námskeiði.

Skráning er á sportfengur.com og er opið fyrir skráningu til 30. janúar. Verð kr. 28000

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll