Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 23. mars 2019 - 8:45 to 18:00

Farið verður laugardaginn næsta 23. mars, lagt af stað frá Sörlastöðum kl 9:10, byrjum í Stebbukaffi á undan mæting þar kl 8:45.

Við ætlum að heimsækja þrjá af flottustu hestabúgörðum landsins (staðsetta á suðurlandi) og þó viðar væri leitað. Fyrst förum við í Hjarðartún við Hvolsvöll en þar er ein glæsilegasta aðstaða sem þekkist á suðurlandi, síðan förum við um hádegisbil og borðum á Hestheimum, þar fáum við lúxus hádegisverð,  þaðan förum við í Sumarliðabæ og skoðum nýjan búgarð sem ku vera einn sá allra glæsilegasti norðan Alpafjalla. Og að lokum þá endum við hjá hrossaræktunarbúi ársins að Syðri – Gegnishólum og skoðum nýlega glæsiaðstöðu sem tekin var í notkun fyrir stuttu síðan.

Heimkoma ca áætluð kl 18:00 á Sörlastöðum – miðaverð kr 9500,- allt innifalið, matur, rúta, drykkir (bjór o.fl)

Aldurstakmark 18 ára - Allir velkomnir – takmarkaður sætafjöldi, skráning á sorli@sorli.is eða hjá Helga Jóni í síma 893 2233

Greiðsla fer fram við brottför á Sörlastöðum, reiðufé er nauðsynlegt

Það er orðið fullt í 30 manna rútu - ef þið viljið skrá á biðlista endilega sendið póst á sorli@sorli.is

 

Mynd Sumarliðabær

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 19. mars 2019 - 14:28