Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 27. ágúst 2019 - 0:00 to fimmtudaginn, 29. ágúst 2019 - 0:00

Verður haldin dagana 27. til 29. ágúst. Dagskrá hefst seinnipart og fram á kvöld, en nákvæm tímasetning fer eftir skráningu.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

A flokkur opinn flokkur
A flokkur áhugamanna
B flokkur opinn flokkur
B flokkur áhugamanna
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
T3 opinn flokkur
T3 áhugamenn (skráist í sportfeng sem "opinn 1. flokkur")
T3 21 árs og yngri (skráist í sportfeng sem "opinn 3. flokkur")

Skeið 100m ATH. Lámarks fjöldi eru 10 keppendur. Náist ekki í lágmarksfjölda verður skráningargjald endurgreitt.

Skráning fer fram á sportfeng og er skráning opin til og með 23. ágúst.
ATHUGIÐ:
- Skráning er ekki gild nema staðfesting um greiðslu hafi borist.
- Mótanefnd áskilur sér rétt á að fella niður eða sameina flokka ef skráning er dræm.

Skráning lýkur föstudaginn 23 ágúst. ATHUGIÐ að skráning verður ekki framlengd og EKKI VERÐA GERÐAR UNDANTEKNINGAR! Mótanefnd biður keppendur og forráðamenn um að virða þessa tilhögun.

Dagskrá liggur ekki fyrir fyrr en skráningu lýkur


Mótanefnd Sörla

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 8. ágúst 2019 - 10:11
Frá: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll