Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 22. maí 2018 - 17:00

Vegna fjölda áskorana höldum við námskeið fyrir óörugga og byrjendur.  Leiðbeinandi á þessu námskeiði er Sigrún Sigurðardóttir. Sigrún hefur áralanga reynslu og er sérfræðingur þegar kemur að því að byggja upp kjark hjá hestamönnum.

Kennsla fer fram á eftirfarandi dögum: 22.-24.-29.-31 maí. Í boði eru tveir hópar frá kl. 17 -18 og 18 – 19. Verð kr. 11.000. Námskeiðið er hugsað fyrir fullorðna.

Áhugasamir skrái sig í tölvupósti á netfangið: sorli@sorli.is með skráningu þarf að fylgja kennitala og símanúmer.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll