Hlutverk ferðanefndar er að halda utan um félagsreiðtúra félagsins og hina árlegu sumarferð Sörla.  Fyrsti félagsreiðtúr hvers vetrar er á gamlársdag og síðan er a.m.k einn  reiðtúr í mánuði fram í júní.  Í byrjun vetrar eru reiðtúrarnir stuttir en lengjast svo eftir því sem líður á vorið. Þá er  m.a. riðið inn í Heiðmörk,  í kringum Helgafell og jafnvel til Krýsuvíkur ef aðstæður leyfa. 

Flestir Sörlafélagar þekkja þessa föstu reiðtúra og vilja helst ekki missa af þeim. Fjöldinn í reiðtúrunum getur verið frá 15- 20 manns upp í á annað hundrað manns eins og í skírdagsreiðinni. Á skírdag bjóðum við nágranna hestafélögum til okkar og ríðum við á móti þeim og endum svo í kaffihlaðborði á Sörlastöðum.  Gríðarlegur fjöldi tekur þátt í þessu ár hvert. 

Allir reiðtúrar eru auglýstir inn á heimasíðu Sörla og inn á fésbókinni. Starfsárinu lýkur svo með sumarferð Sörla sem er oftast í kringum miðjan júní og er yfirleitt 5 daga ferð, aldurstakmarkið í þessar ferðir er 18 ára.  Öll skipulagning og undirbúningur sumarferðarinnar er í höndum ferðanefndar sem gerir sér far um að finna góðar, skemmtilegar og fjölbreyttar reiðleiðir. Oftast eru hestaferðirnar á suður-eða vesturlandi því allt kapp er lagt á að skipuleggja ferðirnar þannig að kostnaður sé í lágmarki svo að sem flestir eigi þess kost að koma með. Má segja að fátt sé eins ánægjulegt og að vera á baki á vel þjálfuðum hesti úti í náttúrunni í góðum félagsskap.

Netfang nefndarinnar: ferdanefnd@sorli.is

Ferðanefndin starfsárið 2019-2020

 • Ásta Snorradóttir, formaður, GSM 698 9991, netfang astasnorra@simnet.is
 • Arngrímur Svavarsson
 • Jón Harðarson
 • Kristín Auður Elíasdóttir

Starfslýsing Ferðanefndar samþykkt 2009

 1. Ferðanefnd skal skipuð a.m.k. þremur mönnum og kýs hún sér ritara.
 2. Nefndin skal sjá um öll ferðalög sem farin eru á hestum í nafni félagsins; a.m.k. mánaðarlegar dagsferðir að vetri, vorferð og sumarferð auk grilltúrs.
 3. Ekki er gert ráð fyrir neinni peningaveltu í nafni félagsins. Ferðafólk ásamt nefndinni sér um þá hluti.
 4. Nefndin skal jafnan hafa einhvern fróðleik á takteinum um það svæði þar sem farið er, t.d. varðandi byggingar og náttúru.
 5. Nefndin skal hafa samráð við aðrar nefndir/deildir eftir atvikum.
 6. Fundargerð skal nefndin rita um hvern fund sem síðan skal lesin á næsta fundi.
 7. Æskilegt er að saga ferðalaga sé skráð í máli og myndum.
   
Merking: