Efnisorð: 
Frá: 

Tilgangur Kvennadeildar

 

Skapa samvinnu og félagslegan grunn meðal kvenna í Sörla.  Halda skemmtanir fyrir konur s.s. kvennakvöld, sameiginlega reiðtúra, sameiginleg námskeið, kvennareið og í raun allt það sem konur innan Sörla hafa áhuga á að gera.

Markmið

 

  • Virkja konur innan félagsins til frekari kynna og samveru.
  • Hvatning til samvinnu.
  • Virkja allar félagskonur í Sörla til skemmtilegra hluta.
  • Ná til félagskvenna óháð því hvernig hestamennsku viðkomandi stundar.
  • Samvera og samstarf Sörlakvenna á öllum aldri.

Athuga þarf að þó að um kvennadeild sé að ræða er markmiðið ekki að þær eigi að standa fyrir kökubakstri og öðrum fjáröflunum nema þær óski þess.

Kvennadeild, starfsárið 2019 - 2020

 

  • Gerður Stefánsdóttir, formaður
  • Guðný Einarsdóttir, gjaldkeri
  • Lilja Bolladóttir, ritari
  • Ásta Snorradóttir
  • Valgerður Backman