Kynbótanefnd hefur það að aðalmarkmiði að styðja og auka áhuga á hrossarækt meðal félagsmanna hestamannafélagsins Sörla. Á hverju ári stendur nefndin fyrir folaldasýningu á Sörlastöðum auk annarra viðburða tengdum hrossarækt. Nefndin styður stjórn Sörla í því að halda árlega héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum og gera hana eins glæsilega og kostur er. 

Netfang nefndarinnar: kynbotanefnd@sorli.is

Kynbótanefnd starfsárið 2019-2020

 • Snorri Rafn Snorrason, formaður
 • Einar Valgeirsson
 • Geir Harrysson
 • Helgi Jón Harðarson
 • Oddný M. Jónsdóttir
 • Stefán Guðmundsson
 • Vilhjálmur Karl Haraldsson

Starfslýsing fyrir Kynbótanefnd samþykkt 2009

 1. Kynbótanefnd skal skipuð í það minnsta þremur félagsmönnum og skal valinn úr þeim hópi formaður, ritari og gjaldkeri.
 2. Kynbótanefnd hefur það að aðalmarkmiði að styðja og auka áhuga á hrossarækt meðal félagsmanna Sörla.
 3. Nefndin heldur á hverju ári folaldasýningu á Sörlastöðum auk annarra atburða tengdum hrossarækt.
 4. Nefndin sér vefsíðu Sörla, www.sorli.is, fyrir fræðsluefni tengdu hrossarækt.
 5. Nefndin styður stjórn Sörla í því að halda árlega héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum, gera hana glæsilegri og hjálpa til við framkvæmd þeirra eins og kostur er.
 6. Kynbótahross ársins hjá Sörla: Auk farandgrips veittum af Lávarðadeildinni veitir Kynbótanefnd hæst dæmda kynbótahrossi ársins, sem er í eigu Sörlafélaga að 50% hlutdeild eða meira, viðurkenningu. Um er að ræða pláss á Kynbótaskildi Sörla sem gefin var af VÍS Agria Dýravernd. Skjöldurinn skal staðsettur og vera til sýnis á Sörlastöðum hrossaræktendum í Sörla til hvatningar.
 7. Ræktunarmaður ársins hjá Sörla: Auk farandgrips gefnum af Hraunhamri fasteignasölu gefur Kynbótanefndin þeim Sörlafélaga sem er ræktandi (að helmingi eða meira) að hæst dæmda hrossinu það árið verðlaunagrip til eignar.
 8. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.

Starfslýsing þessi var uppfærð 30. október 2009.

Merking: