Skemmti- og fjáröflunarnefnd sér um allar skemmtanir Sörla, svo sem árshátíð, þorrablót og skírdagskaffi. Markmiðið er fjáröflun auk þess að skemmta félagsmönnum og gestum þeirra.

Netfang nefndarinnar: skemmtinefnd@sorli.is

Skemmti- og fjáröflunarnefnd starfsárið 2018 - 2019

 • Ása Dögg 
 • Ásthildur Guðmundsdóttir
 • Ragnar Eggert Ágústsson
 • Steinþór Steinþórson
 • Eyþór Elmar Berg
 • Bertha María Waagfjörð
 • Þórdís Anna Oddleifsdóttir
 • Einar Ásgeirsson

Nefndinni var falið að finna formann sem færi fyrir nefndinni.

Starfslýsing Fjáröflunar- og skemmtinefndar samþ. 2009:

 1. Fjáröflunar- og skemmtinefnd skal skipuð a.m.k. fimm mönnum. Nefndin kýs sér gjaldkera og ritara.
 2. Nefndin skal sjá um allar skemmtanir félagsins svo sem árshátíð, þorrablót og skírdagskaffi. Tilgangurinn sé fjáröflun auk þess að skemmta félagsmönnum og gestum þeirra.
 3. Gera skal upp tekjur og gjöld að lokinni hverri skemmtun. Uppgjör ásamt peningum/skuldum skal afhent gjaldkera félagsins svo fljótt sem auðið er.
 4. Nefndin skal í upphafi starfsárs gera tekju- og kostnaðaráætlun fyrir starfsárið og leggja fyrir stjórn hugmyndir um ráðstöfun tekjuafgangs.
 5. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.
Merking: