Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 9. janúar 2018 - 17:00 to þriðjudaginn, 30. janúar 2018 - 22:00

Reynsluboltinn Atli Guðmundsson mun halda 4. vikna námskeið í janúar. Atla þarf vart að kynna en hann hefur áratuga reynslu af keppni og kennslu í hestamennsku. Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests. Gert er ráð fyrir að tveir knapar séu saman í hóp og er hver tími 40 mínútur.  Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 9. janúar og er opið fyrir skráningu út 7. jan.

Opið er fyrir skráningu og fer hún fram á skraning.sportfengur.com verð kr. 15.400

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll